Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 285. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1070  —  285. mál.




Breytingartillögur


við frv. til l. um grunnskóla.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.


     1.      Við 2. gr. Á eftir orðinu „manngildi“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: og mannréttindum.
     2.      Við 11. gr. 2. mgr. orðist svo:
                      Um skilyrði þess að hljóta ráðningu sem skólastjóri, kennari eða náms- og starfsráðgjafi í grunnskóla fer samkvæmt gildandi lögum þar um.
     3.      Við 13. gr. 3. mgr. orðist svo:
                      Nemendur eiga rétt á að njóta náms- og starfsráðgjafar í grunnskóla af þeim sem hafa leyfisbréf í náms- og starfsráðgjöf.
     4.      Við 16. gr. 2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Foreldrum skulu á þeim tímamótum veittar upplýsingar um skólagöngu barnsins og skólastarfið almennt og foreldrum með annað móðurmál en íslensku og heyrnarlausum foreldrum skal tryggð viðeigandi túlkaþjónusta.
     5.      Við 18. gr. Orðin „leitast við að“ í 4. mgr. falli brott.
     6.      Við 23. gr. Greinin orðist svo:
                      Grunnskólar skulu sjá nemendum fyrir málsverði á skólatíma í samræmi við opinber manneldismarkmið. Málverður samkvæmt þessari grein skal vera nemendum að kostnaðarlausu.
     7.      Við 31. gr. Lokamálsliður 1. mgr. falli brott.
     8.      Við 33. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Lengd viðvera og tómstundastarf samkvæmt þessari grein skal vera nemendum að kostnaðarlausu.
                  b.      2. mgr. falli brott.
     9.      Við 39. gr. Lokamálsliður 2. mgr. orðist svo: Önnur samræmd könnunarpróf skal halda samkvæmt ákvörðun ráðherra.
     10.      Við 42. gr.
                  a.      Í stað orðanna „geta beitt sér“ í 1. málsl. komi: skulu sjá nemendum.
                  b.      Í stað orðanna „eða stofnað til“ í 1. málsl. komi: eða stofna til.
                  c.      Í stað orðanna „og kennslufræðilega ráðgjöf“ í 2. málsl. komi: kennslufræðilega ráðgjöf og aðgang að sérhæfðu námsefni og námsgögnum.
     11.      Við 43. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er verði 2. málsl., svohljóðandi: Tryggja ber að félag það er stendur að rekstri skóla samkvæmt þessari grein sé ekki rekið í hagnaðarskyni.
                  b.      Lokamálsliður 1. mgr. falli brott.
                  c.      2. mgr. orðist svo:
                      Grunnskólar sem hljóta viðurkenningu skv. 1. mgr. eiga rétt á framlagi úr sveitarsjóði til starfsemi sinnar í samræmi við fjölda nemenda sem hafa lögheimili í því sveitarfélagi sem skólinn starfar í. Framlag skal ákveðið af sveitarstjórn og getur það verið mishátt eftir nemendafjölda og rekstrarumfangi skóla. Einnig getur rekstraraðili samið við aðrar sveitarstjórnir um að veita nemendum úr þeim sveitarfélögum skólavist.
                  d.      Við bætist ný málsgrein er verði 3. mgr., svohljóðandi:
                      Grunnskólar sem starfræktir eru samkvæmt þessari grein heyra undir skólanefndir sveitarfélaga. Skulu skólarnir fylgja meginreglum stjórnsýsluréttar við ákvarðanatöku og meðferð mála er lýtur að réttindum og skyldum nemenda og skulu þeir setja sér reglur um úrlausn ágreiningsmála sem tryggi réttarstöðu nemenda, t.d. er varðar inntöku, brottvísun eða annað það er talist geta stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga. Með kærumál skal fara samkvæmt reglum stjórnsýslulaga. Þá gilda einnig ákvæði upplýsingalaga um skóla er starfa samkvæmt þessari grein.
                  e.      Orðin „og Hagstofu Íslands“ í 3. mgr., er verði 4. mgr., falli brott.
     12.      Við 45. gr.
                  a.      Í stað orðanna „og/eða“ í 2. málsl. 3. mgr. komi: og.
                  b.      Á eftir 2. málsl. 3. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er að sækja um undanþágu frá ákvæði þessu til menntmálaráðherra fáist ekki stjórnandi sem uppfyllir framangreind skilyrði.