39. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 4. febrúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Nefndin samþykkti fundargerðir 27. og 28. fundar.

2) 321. mál - Tækniþróunarsjóður Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þór Sigfússon frá Sjávarklasanum, Finnboga Magnússon frá Landbúnaðarklasanum og Jón Atla Benediktsson og Sigurð M. Garðarsson frá Háskóla Íslands.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samhliða var fjallað um 3. dagskrárlið, frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun.

3) 322. mál - opinber stuðningur við nýsköpun Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þór Sigfússon frá Sjávarklasanum, Finnboga Magnússon frá Landbúnaðarklasanum og Jón Atla Benediktsson og Sigurð M. Garðarsson frá Háskóla Íslands.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samhliða var fjallað um 2. dagskrárlið, frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð.

4) 345. mál - lax- og silungsveiði Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Arnór Snæbjörnsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Guðjón Ármannsson og Víði Smára Petersen.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 56. mál - samvinnufélög o.fl. Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Huldu Ragnheiði Árnadóttir og Áslaugu Gunnlaugsdóttur frá Félagi kvenna í atvinnulífinu, Hannes G. Sigurðsson og Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins, Eddu Símonardóttir og Matthildi Magnúsdóttur frá Skattinum, Böðvar Þórisson og Magnús Kára Bergmann frá Hagstofu Íslands.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 418. mál - stjórn fiskveiða Kl. 11:20
Nefndin fékk á sinn fund Áslaugu Eir Hólmgeirsdóttur, Jón Þránd Stefánsson, Guðmund Jóhannesson og Þorstein Sigurðsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samhliða var fjallað um 7. dagskrárlið, frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja).

7) 419. mál - veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða Kl. 11:20
Nefndin fékk á sinn fund Áslaugu Eir Hólmgeirsdóttur, Jón Þránd Stefánsson, Guðmund Jóhannesson og Þorstein Sigurðsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samhliða var fjallað um 6. dagskrárlið, frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.).

8) Önnur mál Kl. 12:08
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:08