64. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 15:07


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 15:07
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 15:28
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 15:17
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 15:07
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 15:07
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 15:07
Þór Saari (ÞSa), kl. 15:29

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 15:07
Dagskrárliðurinn var ekki ræddur á fundi nefndarinnar.

2) 657. mál - stjórn fiskveiða Kl. 15:51
Á fund nefndarinnar komu Kristinn H. Gunnarsson frá áhugamannahópnum Betra kerfi, Þorvarður Gunnarsson, Jónas Gestur Jónasson og Birkir Leósson frá Deloitte ehf. og Róbert Ragnarsson, Páll Jóhann Pálsson og Páll Valur Björnsson frá Grindavíkurbæ. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til þingmálanna og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 658. mál - veiðigjöld Kl. 15:51
Á fund nefndarinnar komu Kristinn H. Gunnarsson frá áhugamannahópnum Betra kerfi, Þorvarður Gunnarsson, Jónas Gestur Jónasson og Birkir Leósson frá Deloitte ehf. og Róbert Ragnarsson, Páll Jóhann Pálsson og Páll Valur Björnsson frá Grindavíkurbæ. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til þingmálanna og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) 387. mál - matvæli Kl. 17:32
Lögð voru fram drög að nefndaráliti um málið. Lögð var fram tillaga um að málið yrði afgreitt á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt.

5) 508. mál - framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög Kl. 17:38
Nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál. Kl. 17:47
Nefndin ræddi mögulega dagskrá næstu funda.
ÓÞ yfirgaf fundinn kl. 16:00.
LRM var veðurteppt á Vestfjörðum.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 17:51