11. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 21. nóvember 2013 kl. 09:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:30
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) fyrir KLM, kl. 10:10
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:30

JÞÓ var fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerðir atvinnuveganefndar á 143. þingi Kl. 09:30
Fundargerðir 9. og 10. fundar voru samþykktar.

2) 110. mál - matvæli Kl. 09:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins og Lárus Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu.

3) 137. mál - tollalög Kl. 10:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ernu Bjarnadóttur frá Bændasamtökum Íslands og Lárus Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu.

4) 139. mál - dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim Kl. 10:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ernu Bjarnadóttur frá Bændasamtökum Íslands.

5) 140. mál - eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru Kl. 10:35
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ernu Bjarnadóttur frá Bændasamtökum Íslands.

6) Önnur mál. Kl. 10:40
Ákveðið var að senda mál til umsagnar:
Orkuveita Reykjavíkur (heildarlög) - mál 178.
Svæðisbundin flutningsjöfnun (byggðakort, upptalning sveitarfélaga, gildistími) - mál 164.
Frestur til að skila umsögn var ákveðin ein vika.
LRM óskaði eftir að bókað yrði að fremur ætti að gefa lengri frest, þ.e. tvær vikur, til að skila umsögn.

Fundi slitið kl. 10:40