84. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 5. júní 2020 kl. 09:01


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:01
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:52
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:01
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:50
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) fyrir Pál Magnússon (PállM), kl. 09:01
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:01
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:01
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:01
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:01

Ásmundur Friðriksson vék af fundinum kl. 9:45.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Allir gestir nefndarinnar tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Bókað:

1) 841. mál - fjáraukalög 2020 Kl. 09:01
Til fundarins kom Sigríður Mogensen frá Samtökum iðnaðarins.
Kl. 9:31. Skúli Eggert Þórðarson, Ingi K. Magnússon og Guðrún Jenný Jónsdóttir frá Ríkisendurskoðun Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar og svöruðu spurninum nefndarmanna um efni þeirra.

2) 842. mál - opinber fjármál Kl. 09:41
Til fundarins komu Skúli Eggert Þórðarson, Ingi K. Magnússon og Guðrún Jenný Jónsdóttir. Þau fóru yfir umsögn stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.
Kl. 10:06. Gunnar Haraldsson, Axel Hall, Þórhildur Hansdóttir Jetzek og Ásgeir Brynjar Torfason frá fjármálaráði. Þau fóru yfir svarbréf ráðsins við bréfi fjármála- og efnahagsráðherra varðandi skoðun fjármálaráðs á áformum um frestun á framlagningu á þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 og þingsályktunartillögu um endurskoðun fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022. Auk þess svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

3) 735. mál - heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu Kl. 11:23
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti sem lagt var fram. Ákveðið var að afgreiða málið mánudaginn 8. júní nk.

4) Önnur mál Kl. 12:06
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 12:07
Fundargerð 83. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:08