5. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. október 2023 kl. 09:16


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:16
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 10:06
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:16
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG), kl. 09:16
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:16
Berglind Harpa Svavarsdóttir (BHS), kl. 09:16
Indriði Ingi Stefánsson (IIS), kl. 09:16

Steinunn Þóra Árnadóttir boðaði seinkun vegna annarra þingstarfa. Halla Signý Kristjánsdóttir og Hildur Sverrisdóttir boðuðu forföll. Steinunn Þóra Árnadóttir vék af fundi kl. 10:55.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Hlé var gert á fundi frá kl. 09:52-09:58.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:16
Fundargerð 4. fundar var samþykkt.

2) Beiðni um skipun rannsóknarnefndar vegna snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995 Kl. 09:16
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árna Snorrason forstjóra, Hrafnhildi Valdimarsdóttur og Sigrúnu Karlsdóttur frá Veðurstofu Íslands og Víði Reynisson frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit með Fiskistofu - eftirfylgni - stjórnsýsluúttekt i maí 2023 Kl. 10:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Áslaugu Eir Hólmgeirsdóttur skrifstofustjóra og Agnar Braga Bragason frá matvælaráðuneyti.

4) 239. mál - Mannréttindastofnun Íslands Kl. 10:39
Tillaga um að Steinunn Þóra Árnadóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 11:09
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:09