27. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 10. desember 2012 kl. 09:21


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:21
Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:23
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:21
Árni Johnsen (ÁJ), kl. 09:23
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:32
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:31
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:21
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:21
Róbert Marshall (RM), kl. 09:57
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:21

MÁ vék af fundi kl.11:30.

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:21
Drög að fundargerðum 23., 24. og 25. fundar voru samþykkt.

2) 381. mál - loftslagsmál Kl. 09:23
Drög að nefndaráliti voru kynnt og rædd.

3) 131. mál - rannsókn samgönguslysa Kl. 09:43
Drög að nefndaráliti voru kynnt og rædd.

4) Byggingarreglugerð. Kl. 10:03
Nefndin fékk á sinn fund Svandísi Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra, Hafstein Pálsson og Andrés Inga Jónsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Ingibjörgu Haraldsdóttur frá Mannvirkjastofnun. Gestirnir ræddu nýja byggingarreglugerð og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 11:09
Nefndin fékk á sinn fund Björgu Thorarensen sem ræddi sínar athugasemdir við einstök ákvæði frumvarpsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál. Kl. 12:00
Málsmeðferð í máli 415 var rædd. Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 12:10