32. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 4. maí 2018 kl. 09:10


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:10
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:20
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:20
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:10

Bergþór Ólason boðaði forföll, Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 10:45 og Jón Gunnarsson vék af fundi kl. 11:00.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Frestað.

2) 481. mál - köfun Kl. 09:10
Björn Freyr Björnsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti kom á fund nefndarinnar, kynnti frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 263. mál - siglingavernd og loftferðir Kl. 09:40
Málinu var bætt á dagskrá að beiðni framsögumanns Vilhjálms Árnasonar. Nefndin ræddi málið og áherslur við gerð nefndarálits og breytingartillagna.

4) 467. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 09:55
Nefndin fékk á sinn fund Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur og Ottó Björgvin Óskarsson frá Skipulagsstofnun sem kynntu sjónarmið stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá komu á fund nefndarinnar Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins og Bryndís Skúladóttir frá Samtökum iðnaðarins, fóru þau yfir sjónarmið sinna samtaka og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 454. mál - Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar kom Páll Ásgrímsson lögmaður Sýn hf og fór yfir umsögn félagsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 11:15
Nefndin ræddi starfið framundan. Rósa Björk Brynjólfsdóttir ítrekaði beiðni sína um fund um loftslagsmál.

Fundi slitið kl. 11:20