17. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 20. nóvember 2018 kl. 09:00


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:00
Karen Elísabet Halldórsdóttir (KEH), kl. 09:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:46
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Rósa Björk Brynjólfsdóttir boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.
Þórunn Egilsdóttir sat fundinn fyrir Líneik Önnu Sævarsdóttur til kl. 09:46 þegar Líneik Anna mætti og vék Þórunn þá af fundi.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 16. fundar samþykkt.

2) 172. mál - fimm ára samgönguáætlun 2019--2023 Kl. 09:01
Nefndin fjallaði um málið.

Þá mætti Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur á fund nefndarinnar. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Jafnframt mætti Hreinn Haraldsson fv. vegamálastjóri á fund nefndarinnar. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 173. mál - samgönguáætlun 2019--2033 Kl. 09:01
Nefndin fjallaði um málið.

Þá mætti Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur á fund nefndarinnar. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Jafnframt mætti Hreinn Haraldsson fv. vegamálastjóri á fund nefndarinnar. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 77. mál - breyting á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga Kl. 11:11
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 11:14
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15