22. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 30. nóvember 2018 kl. 12:51


Mættir:

Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 12:51
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 12:51
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 12:51
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 12:51
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 12:51
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 12:51
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) fyrir Jón Gunnarsson (JónG), kl. 12:51
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 12:51
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 12:51

Bergþór Ólason var fjarverandi.
Karl Gauti Hjaltason vék af fundi frá kl. 13:14 - 13:42.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 12:51
Fundargerð 19. fundar samþykkt.

2) Stefna og skilaboð Íslands á COP24 fundinum Kl. 13:03
Á fund nefndarinnar mættu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigríður Víðis Jónsdóttir aðstoðarmaður ráðherra og Hugi Ólafsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Gerðu gestir grein fyrir stefnu og skilaboðum Íslands á loftslagsráðstefnunni COP24 sem fram fer í Póllandi í desember. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

Þegar gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið og samþykkti að senda forseta beiðni um að gert verði ráð fyrir að þingmenn geti sótt ráðstefnur sem þessar.

3) 172. mál - fimm ára samgönguáætlun 2019--2023 Kl. 13:22
Á fund nefndarinnar mætti Íris Róbertsdóttir frá Vestmannaeyjabæ. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarinnar.

Þá mættu á fund nefndarinnar Eggert Sólberg Jónsson, Karín Óla Eiríksdóttir, Friðrik Þór Sigurðsson og Hrafnhildur Una Magnúsdóttir frá Ungmennaráði Grindavíkurbæjar. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 173. mál - samgönguáætlun 2019--2033 Kl. 13:22
Á fund nefndarinnar mætti Íris Róbertsdóttir frá Vestmannaeyjabæ. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarinnar.

Þá mættu á fund nefndarinnar Eggert Sólberg Jónsson, Karín Óla Eiríksdóttir, Friðrik Þór Sigurðsson og Hrafnhildur Una Magnúsdóttir frá Ungmennaráði Grindavíkurbæjar. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Íslandspóstur Kl. 14:11
Að beiðni nefndarinnar kom Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar á fund og ræddi málið við nefndarmenn.

6) 77. mál - breyting á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga Kl. 14:48
Frestað.

7) 172. mál - fimm ára samgönguáætlun 2019--2023 Kl. 14:49
Nefndarmenn ræddu málið.

8) 173. mál - samgönguáætlun 2019--2033 Kl. 14:49
Nefndarmenn ræddu málið.

9) Önnur mál Kl. 15:29
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:31