67. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 2. júní 2023 kl. 13:00


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 13:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:00
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 14:10
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:00
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 13:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 13:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:00

Jódís Skúladóttir og Halldóra Mogensen tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
Bergþór Ólason vék af fundi kl. 14:40.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Dagskrárlið frestað.

2) 940. mál - aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum Kl. 13:00
Tillaga formanns um að afgreiða málið var nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Að nefndaráliti með breytingatillögu standa Líneik Anna Sævarsdóttir, Jódís Skúladóttir, Ásmundur Friðriksson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halldóra Mogensen, Óli Björn Kárason, Guðmundur Ingi Kristinsson og Oddný G. Harðardóttir sem skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

3) 807. mál - þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og notkun kannabislyfja í lækningaskyni Kl. 13:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Björn Sævar Einarsson frá Bindindissamtökunum IOGT, Aðalstein Gunnarsson frá Æskunni-barnahreyfingu IOGT, Örnu Gunnarsdóttur frá Lyfjastofnun, Sigurbjörgu Sæunni Guðmundsdóttur og Aðalstein Jens Loftsson frá Lyfjafræðingafélagi Íslands og Guðbjörgu Pálsdóttur og Helgu Rósu Másdóttur frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.

4) 148. mál - gjaldfrjálsar heilbrigðisskimanir Kl. 14:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gubjörgu Pálsdóttur og Helgu Rósu Másdóttur frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.

5) 4. mál - hækkun skattleysismarka og lágmarksframfærslu lífeyrisþega Kl. 14:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Helga Pétursson og Þorbjörn Guðmundsson frá Landssambandi eldri borgara.

6) 546. mál - leyfisskylda og eftirlit með áfangaheimilum Kl. 15:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þráinn Farestveit frá Vernd.

7) 986. mál - heilbrigðisþjónusta o.fl. Kl. 15:40
Nefndin ræddi málið.

8) 939. mál - tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna Kl. 15:42
Nefndin ræddi málið.

9) Önnur mál Kl. 15:43
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:43