48. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 10. apríl 2024 kl. 09:01


Mætt:

Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) 1. varaformaður, kl. 09:01
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:01
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:01
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:01
René Biasone (RenB) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:01
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ), kl. 09:01

Bryndís Haraldsóttir og Líneik Anna Sævarsdóttur voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Óli Björn Kárason boðaði forföll.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Dagskrárlið frestað.

2) 728. mál - heilbrigðisþjónusta Kl. 09:01
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steinunni Bergmann frá Félagsráðgjafafélagi Íslands og Maríu Guðjónsdóttur frá Viðskiptaráði Íslands.

3) 754. mál - húsaleigulög Kl. 10:01
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Regínu Valdimarsdóttur og Dreng Óla Þorsteinsson frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, en þau tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
Þá komu á fund nefndarinnar Helga Valborg Steinarsdóttir og Ingvar J. Rögnvaldsson frá Skattinum.

4) Önnur mál Kl. 10:57
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00