41. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 22. mars 2012 kl. 13:10


Mættir:

Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 13:10
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 13:25
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 13:10
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 13:10
Kristján L. Möller (KLM), kl. 13:10
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:30
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 13:10

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 13:10
Formaður dreifði drögum að fundargerð 40. fundar sem voru samþykkt.

2) 555. mál - málefni innflytjenda Kl. 13:12
Nefndin tók til umfjöllunar 555. mál, málefni innflytjenda, og ákveðið var að JRG yrði framsögumaður. Á fund nefndarinnar komu Björg Fenger og Íris Björg Kristjánsdóttir frá velferðarráðuneytinu og kynntu efni frumvarpsins.

3) 290. mál - barnalög Kl. 14:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun um 290. mál. Nefndin fékk á fund sinn þær Ragnhildi Hjaltadóttur og Jóhönnu Gunnarsdóttur frá innanríkisráðuneytinu sem kynntu efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna. Nefndin ræddi einstök atriði málsins og umfjöllun um málið mun verða framhaldið.

4) 220. mál - tímasett áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga Kl. 13:47
Nefndin tók til umfjöllunar 22. mál og ákveðið var að RR yrði framsögumaður. Ákveðið var að málið yrði sent til umsagnar.

5) Breyting á l. nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga. Kl. 13:50
Nefndin tók til umfjöllunar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga. Nefndin mun fjalla frekar um málið.

6) Önnur mál. Kl. 15:30
Fleira var ekki rætt.

VBj og LGeir voru fjarverandi og ÁI var fjarverandi vegna vorþings Norðurlandaráðs. KLM vék af fundi kl. 13:55 vegna annarra þingstarfa. BirgJ vék af fundi kl. 15:17.

Fundi slitið kl. 15:34