Samantekt um þingmál

Búvörulög

646. mál á 149. löggjafarþingi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Markmið

Að bregðast við blikum á lofti hvað varðar framtíð sauðfjárræktar með því að stuðla að því að bændur ýmist hætti sauðfjárframleiðslu eða dragi úr framleiðslu.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að bætt verði við hugtakaskýringum sem koma fram í búvörusamningum en ekki eru skilgreind í lögunum. Gert er ráð fyrir að viðskipti með greiðslumark fari eingöngu fram í gegnum sérstakan markað og að ríkið innleysi það greiðslumark sem selst ekki á slíkum markaði og falli það í kjölfarið niður. Einnig er lagt til að ráðherra kveði á um ásetningshlutfall vegna beingreiðslna í reglugerð en hlutfallið geti þó aldrei verið minna en 0,5. Enn fremur er gert ráð fyrir að álagsgreiðslur vegna gæðastýringar verði greiddar fyrir framleitt kindakjöt sem ætlað er til innanlandsmarkaðar og miðað verði við svokallaða innanlandsvog. Lagt er til að verðjöfnunargjöld verði felld niður.

Breytingar á lögum og tengd mál

Búvörulög, nr. 99/1993.

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs lækki um 2,5 milljónir kr. á ári frá og með árinu 2020.

Afgreiðsla

Samþykkt með minni háttar breytingum.


Síðast breytt 16.05.2019. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.