Katrín Thoroddsen

Katrín Thoroddsen

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1946–1949 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga október–nóvember 1945 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur).

2. varaforseti sameinaðs þings 1946.

Minningarorð

Æviágrip

Fædd á Ísafirði 7. júlí 1896, dáin 11. maí 1970. Foreldrar: Skúli Thoroddsen (fæddur 6. janúar 1859, dáinn 21. maí 1916) alþingismaður og kona hans Theodora Guðmundsdóttir Thoroddsen (fædd 1. júlí 1863, dáin 23. febrúar 1954) húsmóðir.

Stúdentspróf MR 1915. Læknisfræðipróf HÍ 1921. Framhaldsnám í sjúkrahúsum í Noregi, Danmörku og Þýskalandi 1921–1923. Fór síðar námsferðir til Evrópulanda og Kína til þess að kynna sér heilsugæslu og heilsuvernd barna. Viðurkennd sérfræðingur í barnasjúkdómum 1927.

Héraðslæknir í Flateyjarhéraði 1924–1926. Síðan starfandi læknir í Reykjavík og jafnframt læknir ungbarnaverndar og heilsuverndarstöðvar Líknar, síðar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur 1927–1940, yfirlæknir stöðvarinnar til 1955 og yfirlæknir barnadeildar 1955–1961. Staðgöngumaður yfirlæknis barnadeildarinnar í sumarleyfum frá 1962 til æviloka.

Formaður stjórnar Menningar- og minningarsjóðs kvenna frá 1945 til æviloka. Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1950–1954.

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1946–1949 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga október–nóvember 1945 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur).

2. varaforseti sameinaðs þings 1946.

Æviágripi síðast breytt 5. júní 2015.

Áskriftir