Ferill 77. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 77 . mál.


Sþ.

79. Beiðni um skýrslu



frá forsætisráðherra um starfsemi Þróunarfélags Íslands hf.

Frá Pálma Jónssyni, Óla Þ. Guðbjartssyni, Málmfríði Sigurðardóttur,


Matthíasi Bjarnasyni, Kristínu Halldórsdóttur, Halldóri Blöndal,


Agli Jónssyni, Inga Birni Albertssyni, Eggert Haukdal,


Hrafnkeli A. Jónssyni og Júlíusi Sólnes.



    Með vísan til 30. gr. laga um þingsköp Alþingis óskum við undirritaðir alþingismenn eftir því að forsætisráðherra flytji Alþingi skýrslu um starfsemi Þróunarfélags Íslands hf.
    Í skýrslunni verði m.a. gerð grein fyrir:
1.     Síðustu ársreikningum félagsins.
2.     Hversu miklu fé félagið hefur varið til að örva nýsköpun í íslensku atvinnulífi og efla arðsama atvinnustarfsemi frá því það var stofnað og til 1. okt. sl.?
3.     Hvaða fyrirtæki hafa hlotið fyrirgreiðslu frá félaginu á þessu tímaskeiði með
. a.     lánsfé,
. b.     hlutafjárframlögum?

    Þess er óskað að skýrslan verði tekin til umræðu á fundi sameinaðs Alþingis fljótlega eftir að henni hefur verið útbýtt meðal þingmanna.

Alþingi, 2. nóv. 1988.



Pálmi Jónsson.

Óli Þ. Guðbjartsson.

Málmfríður Sigurðardóttir.



Matthías Bjarnason.

Kristín Halldórsdóttir.

Halldór Blöndal.



Ingi Björn Albertsson.

Egill Jónsson.

Eggert Haukdal.



Hrafnkell A. Jónsson.

Júlíus Sólnes.





    Til forseta sameinaðs Alþingis, Alþingi.