Ferill 130. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 130 . mál.


Sþ.

137. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um mengun við fiskeldi.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



1.     Hver eru afskipti Siglingamálastofnunar og samgönguráðuneytis af veitingu starfsleyfa fyrir fiskeldi, eftirliti varðandi mengun frá fiskeldisstöðvum og rannsóknum á mengunarhættu við fiskeldi?
2.     Hvaða reglur hefur ráðuneytið sett um mengunarvarnir vegna fiskeldis, þar með taldar reglur um förgun úrgangs?
3.     Hvaða áform eru uppi á vegum samgönguráðuneytisins vegna ofangreindra þátta eða annarra sem snerta fiskeldi og mengunarhættu því tengda?

Greinargerð.


    Í byrjun yfirstandandi þings bar fyrirspyrjandi fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra (13. mál) um mengun við fiskeldi. Svar ráðherra liggur fyrir á þskj. 36. Þar kemur m.a. fram að samgönguráðuneytið (Siglingamálastofnun) og fleiri aðilar fjalli um vissa þætti er snerta starfsleyfi fiskeldisstöðva og mengun frá fiskeldi. Um leið og vísað er til svars heilbrigðisráðherra er þessi fyrirspurn hér fram borin til að fá sem skýrasta mynd af málinu í heild.



Skriflegt svar óskast.