Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 167 . mál.


Sþ.

180. Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um breytingar á lánskjaravísitölu.

Frá Friðriki Sophussyni.



1.     Hvernig hefur núverandi lánskjaravísitala breyst á árunum 1984–1988?
2.     Hvernig hefði lánskjaravísitalan breyst á sama tíma ef hún hefði verið samsett eins og stjórnvöld hafa ákveðið að hún verði frá 1. janúar nk.?
3.     Hver væri munurinn á afborgunum á tveimur skuldabréfum að upphæð 1 millj. kr., sem bæru 5% vexti, útgefnum 1. janúar 1984, sem greiða ætti af með jöfnum afborgunum 1. jan. 1985, 1. jan. 1986, 1. jan. 1987, 1. jan. 1988 og 1. jan. 1989, ef annað bréfanna hefði verið verðtryggt með núgildandi lánskjaravísitölu en hitt með vísitölunni sem gilda á frá 1. jan. nk.?



Skriflegt svar óskast.



Prentað upp.