Ferill 146. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 146 . mál.


Sþ.

410. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá Guðmundi H. Garðarssyni um ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna.

    Með lögum nr. 56/1986, sem tóku gildi 1. sept. það ár, voru réttindi einstaklinga til lána úr Byggingarsjóði ríkisins bundin við iðgjaldagreiðslur þeirra til lífeyrissjóða og kaup sjóðanna á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar ríkisins. Í lögunum var bráðabirgðaákvæði þar sem einstaklingum var tryggður hámarkslánsréttur á árinu 1986 þótt viðkomandi lífeyrissjóðir keyptu ekki skuldabréf það ár fyrir 55% af ráðstöfunarfé sínu eins og mælt var fyrir í lögunum að gera skyldi til að sjóðfélagar hefðu fullan lánsrétt. Hins vegar gildir 55%-reglan að fullu frá og með árinu 1987. Einstaka sjóðir hafa þó ekki samið við stofnunina eða samið um lægra kauphlutfall.
    Félagsmálaráðuneytið óskaði með bréfi, dags. 15. des., eftir heimild Seðlabanka til að birta opinberlega upplýsingar um ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna 1987 sem Húsnæðisstofnun var látið í té. Sú heimild var veitt með bréfi dags. 21. des. 1988. Meðfylgjandi er skrá (ráðstöfunarfé og skuldabréfakaup lífeyrissjóða 1987, dags. 13. des. 1988) yfir ráðstöfunarfé lífeyrissjóða samkvæmt upplýsingum Seðlabankans, upphæð skuldabréfakaupa þeirra árið 1987 og kauphlutfall, ásamt athugasemdum. Einnig fylgir skrá (samningar við lífeyrissjóði um skuldabréfakaup 1986–1990) yfir gerða samninga við sjóðina og kauphlutfall af ráðstöfunarfé samkvæmt þeim, og skrá yfir kaup sjóðanna frá janúar til nóvember 1988 (skuldabréfakaup lífeyrissjóða tímabilið 1. jan. til 30. nóv. 1988).
    Þær áætlanir, sem liggja fyrir um ráðstöfunarfé árið 1988 og fyrir árið 1989, eru áætlanir Seðlabankans um heildarráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna frá 6. des. sl. og fylgja hér með (greiðsluyfirlit lífeyrissjóða 1983–1989). Nokkrir sjóðir hafa sent áætlanir eða skráð í samninga sína við stofnunina áætlun um ráðstöfunarfé og kaup. Þær áætlanir hafa reynst marklitlar og hafa flestir viðkomandi sjóða keypt fyrir meira en þar er skráð.
Af framansögðu er ljóst að verulega skortir á fullnægjandi upplýsingar frá sjóðunum um ráðstöfunarfé.
    Ekki hefur enn reynt á ákvæði laganna um skerðingu lána til einstaklinga eða missi réttar vegna ófullnægðra samninga eða vegna þess að ekki hefur verið samið um kaup á skuldabréfum en að mati Húsnæðisstofnunar munu slík dæmi geta komið upp á næstunni.
    Í samningnum við lífeyrissjóðasamböndin, sem undirritaður var 21. des. 1988, um lánskjör á skuldabréfum þeim, sem lífeyrissjóðunum verður boðið að kaupa á næsta ári, var jafnframt gerður sérstakur samningur um fyrirkomulag skuldabréfakaupa lífeyrissjóða. Með þessum samningi um fyrirkomulag skuldabréfakaupa gera aðilar sér vonir um bætt eftirlit og betri skil á skuldabréfakaupunum en verið hefur.


Ráðstöfunarfé og skuldabréfakaup lífeyrissjóða 1987.



— REPRÓ Í GUTENBERG —




Samningar við lífeyrissjóði um skuldbréfakaup 1986–1990.



— REPRÓ Í GUTENBERG —





H úsnæðisstofnun ríkisins:


Skuldabréfakaup lífeyrissjóða tímabilið 1. jan. til 30. nóv. 1988.


(1. des. 1988.)



— REPRÓ Í GUTENBERG —





Seðlabanki Íslands
peningamáladeild:



Greiðsluyfirlit lífeyrissjóða 1983–1989. Áætlun 1988–1989.


(6. des. 1988.)



                             Bráðab.
                            tölur    Áætlun    Áætlun
        1983    1984    1985    1986    1987    1988    1989
Eigið framlag ..........         1266    1730    2673    3827    5800    8150    9900
Afborganir ...........         386    734    1114    1886    2880
                                 8650    10500
Vextir ...............         943    1099    1701    2181    3325
Annað, nettó .........         –64    –103    –143    –239    –405    –500    –600

Framlög, nettó .........         1145    1352    2063    2990    4050    5250    6100
Iðgjöld ..............         2012    2512    3708    5318    7400    10250    12100
Lífeyrisgreiðslur ....         –865    –1155    –1638    –2324    –3350    –5000    –6000
Endurgreidd iðgjöld .    –2    –5    –7    –4    0    —    -

Uppruni — ráðstöfun     2411    3082    4736    6817    9850    13400    16050

Útlán og skuldabréfak.    2097    3217    4072    6325    9380    .    .
Byggingarsjóðir ....         384    490    1024    2310    4195    7340    8825
Framkvæmdasjóður         146    91    113    8    –    .    .
Aðrir fjárf. lánasj. .         256    263    481    565    1074    .    .
Ríkissjóður og -stofn.    87    270    333    1398    .    .    .
Sjóðfélagar o.fl. ....         1235    2103    2091    2044    .    .    .

Innstæðu- og sjóðsbr. .    303    –135    664    492    470    .    .

Neðanmálsgrein: 1
    Miðað við 13% hækkun lánskjaravísitölu milli 1988 og 1989. Hækkun launa vegna lífeyris 8%, hækkun launagreiðslna vegna iðgjalda 5%, milli ára 1988 og 1989.
Neðanmálsgrein: 2
    Útlán til byggingarsjóða 1988 og 1989 reiknuð sem 55% af áætluðu ráðstöfunarfé.
    . Merkir að tölu vantar.
    – Merkir að talan er núll.