Ferill 266. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 266 . mál.


Sþ.

481. Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um Jarðasjóð.

Frá Birnu K. Lárusdóttur.



1.     Hve margar jarðir keypti Jarðasjóður á síðasta ári?
2.     Hver var fjárhagsstaða Jarðasjóðs um sl. áramót?
3.     Hve margar umsóknir hafa borist Jarðasjóði síðastliðin fimm ár um kaup á jörðum?
4.     Hve mörgum umsóknum hefur Jarðasjóður hafnað og á hvaða forsendum?
5.     Falla jarðir, sem hafa fullvirðisrétt sem er minni en eitt ársverk ærgildisafurða, undir 2. tölul. 40. gr. jarðalaga um jarðir sem hafa óhagstæð búskaparskilyrði? Ef svo er, hve margar jarðir hefur Jarðasjóður keypt á þessum forsendum, og hver var fullvirðisréttur þeirra?
6.     Hvernig er fullvirðisrétti þeirra jarða ráðstafað sem fara í eyði eftir kaup Jarðasjóðs?
7.     Hve oft undanfarin fimm ár hefur Jarðasjóður
. a.     keypt jarðir skv. 40. gr. jarðalaga, 1. og 7. tölul.,
. b.     veitt aðstoð skv. 41. gr. laganna?



Skriflegt svar óskast.