Ferill 316. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 316 . mál.


Sþ.

577. Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um hlutfall skatta af vergum þjóðartekjum í skýrslu OECD.

Frá Hreggviði Jónssyni.



    Hvaða skattar liggja til grundvallar niðurstöðum í skýrslu OECD um hlutfall skatta af vergum þjóðartekjum?
    Hvernig skiptast einstakir skattar eftir upphæðum og sem hlutfall af heildarsköttunum?
    Hvernig er þessi skipting síðustu tíu ár til og með árslokum 1988? Í þessum samanburði verði sköttum sem renna til sveitarfélaga haldið sérgreindum (fasteignagjöld, útsvar o.s.frv.) og einnig launaskattar, svokölluð launatengd gjöld (lífeyrissjóðstillag, tillag í Atvinnuleysistryggingasjóð o.s.frv.).
    Hvernig er þessi skipting áætluð fyrir árið 1989?



Skriflegt svar óskast.