Ferill 266. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 266 . mál.


Sþ.

729. Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Birnu K. Lárusdóttur um Jarðasjóð.

1.     Hve margar jarðir keypti Jarðasjóður á síðasta ári?
    Engar.

2.      Hver var fjárhagsstaða Jarðasjóðs um sl. áramót?
    Jarðasjóður hefur ekki nú hin síðustu ár safnað fé í sjóði, enda er slíkt ekki hlutverk hans lögum samkvæmt. Handbært fé sjóðsins var ekkert um síðastliðin áramót. Ef afgangur yrði af fjárveitingum til Jarðasjóðs mundi hann renna beint til ríkissjóðs aftur um hver áramót. Eignir Jarðasjóðs eru eingöngu þær jarðir sem sjóðurinn hefur keypt, en skuldir eru tilkomnar vegna fyrri kaupa. Með svari þessu fylgir afrit af rekstrar- og efnahagsreikningi Jarðasjóðs í ríkisreikningi fyrir árið 1987. Slíkt yfirlit er ekki til fyrir árið 1988.

3.      Hve margar umsóknir hafa borist Jarðasjóði sl. fimm ár um kaup á jörðum?
    Á síðustu fimm árum hafa Jarðasjóði borist níu skriflegar umsóknir, auk fjölmargra munnlegra fyrirspurna.

4.      Hve mörgum umsóknum hefur Jarðasjóður hafnað og á hvaða forsendum?
    Fimm umsóknum var hafnað á síðustu fimm árum þar sem nægar fjárveitingar hafa ekki ávallt verið fyrir hendi.

5.     Fa lla jarðir, sem hafa fullvirðisrétt sem er minni en eitt ársverk ærgildisafurða, undir 2. tölul. 40. gr. jarðalaga um jarðir sem hafa óhagstæð búskaparskilyrði? Ef svo er, hve margar jarðir hefur Jarðasjóður keypt á þessum forsendum, og hver var fullvirðisréttur þeirra?
    Nei, engar jarðir voru keyptar sérstaklega vegna lítils framleiðsluréttar.

6.     Hvernig er fullvirðisrétti þeirra jarða ráðstafað sem fara í eyði eftir kaup Jarðasjóðs?
    Ekki hefur komið til þess að jörð, sem Jarðasjóður hefur keypt, hafi farið í eyði, enda hafa kaup Jarðasjóðs treyst búsetu á viðkomandi jörð.

7. Hve oft undanfarin fimm ár hefur Jarðasjóður?
. a.     keypt jarðir skv. 40. gr. jarðalaga, 1. og 7. tölul.,
. b.     veitt aðs
toð skv. 41. gr. laganna?
. a.     Tvisvar skv. l. tölul. 40. gr. jarðalaga, en aldrei skv. 7. tölul.
. b.     Einstökum bændum hefur ekki verið veitt aðstoð skv. 41. gr. jarðalaga, nr. 65/1976, en nokkur dæmi eru þess að sveitarfélög hafi fengið lán hjá Jarðasjóði til jarðakaupa þegar þau hafa neytt forkaupsréttar að jörðum í sveitarfélaginu.



Fylgiskjal.


Repró í GUT.