Ferill 353. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 353 . mál.


Sþ.

734. Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Hreggviði Jónssyni um sáttmála á forgangslista Evrópuráðsins.

    Sem svar við fyrirspurninni vill ráðuneytið hér með skýra frá afstöðu íslenskra stjórnvalda til samninga þeirra sem getið er um í ályktun ráðgjafarþingsins nr. 894 (1988).
    Ákveðið hefur verið að undirrita samning nr. 0121 „Convention for the Protection of the Architectural Heritage of Europe“ og verið er að athuga hvort Ísland geti undirritað samninga nr. 0104 „Convention on the Conservation of European Wildlife and Natural Habitats“ og nr. 0105 „European Convention on Recognition and Enforcement of Decisions Concerning Custody of Children“.
    Enn fremur hefur verið ákveðið að Ísland fullgildi eftirgreinda samninga: nr. 0108 „Convention for the Protection of Individuals with Regard to Automatic Processing of Personal Data“, nr. 0126 „European Convention for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment or Punishment“ og nr. 0128 „Additional Protocol to the European Social Charter“.
    Rétt er að taka fram að undirbúningur að aðild Íslands að áðurgreindum samningum krefst mikils og nákvæms undirbúnings og er ekki hægt sem stendur að segja til um hvenær samningarnir verði tilbúnir til undirritunar og fullgildingar.