Ferill 430. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 430 . mál.


Ed.

909. Nefndarálit



um frv. til l. um Félagsmálaskóla alþýðu.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund til viðræðna um málið Björn Þórhallsson frá ASÍ og Sigurveigu Sigurðardóttur frá BSRB og mæltu þau bæði með samþykkt frumvarpsins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingartillögu sem flutt er á sérstöku þingskjali. Hér er ekki um efnislega breytingu að ræða heldur er verið að gera 5. gr. frumvarpsins skýrari.

Alþingi, 19. apríl 1989.



Margrét Frímannsdóttir,

Karl Steinar Guðnason,

Júlíus Sólnes.


form., frsm.

fundaskr.



Salome Þorkelsdóttir.

Valgerður Sverrisdóttir.

Guðmundur H. Garðarsson.



Jóhann Einvarðsson.