Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 934, 111. löggjafarþing 419. mál: heimild til að leyfa Köfunarstöðinni hf. innflutning á skipum.
Lög nr. 27 9. maí 1989.

Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að leyfa Köfunarstöðinni hf., Dýpkunarfélaginu hf., Slysavarnafélagi Íslands og Íslenska úthafsútgerðarfélaginu hf. innflutning á skipum.


1. gr.

     Samgönguráðherra skal heimilt að leyfa Köfunarstöðinni hf. innflutning á flotpramma þó eldri sé en 12 ára, sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 51/1987, um eftirlit með skipum.

2. gr.

     Samgönguráðherra skal heimilt að leyfa Dýpkunarfélaginu hf. innflutning á dýpkunarpramma þó eldri sé en 12 ára, sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 51/1987, um eftirlit með skipum.

3. gr.

     Samgönguráðherra skal heimilt að leyfa Slysavarnafélagi Íslands innflutning á björgunarskipi þó eldra sé en 12 ára, sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 51/1987, um eftirlit með skipum.

4. gr.

     Samgönguráðherra skal heimilt að leyfa Íslenska úthafsútgerðarfélaginu hf. innflutning á fiskiskipi/verksmiðjumóðurskipi þó eldra sé en 12 ára, sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 51/1987, um eftirlit með skipum.
     Samgönguráðherra skal jafnframt heimilt að veita Íslenska úthafsútgerðarfélaginu hf. undanþágu frá ákvæðum 1. gr. laga nr. 115/1985, um skráningu skipa, vegna íslenskrar skáningar á tveimur fiskiskipum/verksmiðujumóðurskipum sem félagið tekur á leigu.
     Skipum, sem skráð verða samkvæmt heimild í 1. og 2. mgr., er óheimilt að stunda fiskveiðar eða vinnslu sjávarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 25. apríl 1989.