Ferill 410. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 410 . mál.


Nd.

966. Nefndarálit



um frv. til l. um stofnun hlutafélags um ríkisprentsmiðjuna Gutenberg.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund framkvæmdastjóra Gutenberg, Guðmund Kristjánsson, og fjóra fulltrúa starfsmanna: Bjarna Ingólfsson, Jón Hermannsson, Jón Úlfljótsson og Þórhall Sigmundsson. Í máli þeirra kom fram að breyting á rekstrarformi fyrirtækisins hefði vissa kosti í för með sér. Hins vegar væru uppi ýmsar spurningar og óvissa í hugum starfsmanna vegna þessa máls. Komi til þess að hlutabréf verði seld skv. 4. gr. telja starfsmenn eðlilegt að þeir fái a.m.k. tímabundinn forkaupsrétt og var vísað til breytinga á Landssmiðjunni í hlutafélag fyrir nokkrum árum. Einnig töldu fulltrúar starfsmanna eðlilegt að starfsmenn eigi aðild að stjórn fyrirtækisins og mætti setja ákvæði um það í samþykktir fyrir félagið.
    Nefndin vekur athygli á athugasemdum við 1. og 4. gr. frumvarpsins þar sem fram er tekið að öll hlutabréfin verði í eigu ríkissjóðs og að þau verða ekki seld nema áður hafi verið leitað samþykkis Alþingis. Ef til þess kæmi er rétt að hafa í huga fyrrgreind atriði.
    Nefndin mælir með því að frumvarpið verði samþykkt enda sé tryggt að hagur starfsmanna raskist ekki varðandi lífeyrisréttindi og vegna uppgjörs á lífeyrissjóði.

Alþingi, 26. apríl 1989.



Hjörleifur Guttormsson,

Kristín Einarsdóttir,

Páll Pétursson.


form., frsm.

fundaskr.



Benedikt Bogason.

Friðrik Sophusson.

Guðmundur G. Þórarinsson.



Kjartan Jóhannsson.