Ferill 15. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 15 . mál.


Sþ.

15. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um kennara og leiðbeinendur í grunnskólum og framhaldsskólum.

Frá Danfríði Skarphéðinsdóttur.



1.     Hvert er hlutfallið milli grunnskólakennara og leiðbeinenda í fræðsluumdæmum landsins miðað við fullt stöðugildi annars vegar og fjölda kennara hins vegar?
2.     Hvert er hlutfallið milli framhaldsskólakennara og leiðbeinenda í fræðsluumdæmum landsins miðað við fullt stöðugildi annars vegar og fjölda kennara hins vegar?
3.     Hve margir leiðbeinendur á hvoru skólastigi fyrir sig starfa við stundakennslu?



Skriflegt svar óskast.