Ferill 78. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 78 . mál.


Sþ.

79. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um ráðningu kennara (farkennara) í list- og verkmenntagreinum, heimilisfræðum og íþróttum.

Frá Unnari Þór Böðvarssyni.



1.    Hversu oft hafa fræðslustjórar eða menntamálaráðherra heimilað fámennum grunnskólum að ráða sameiginlega kennara í fasta stöðu (farkennara) til að annast kennslu í:
    a.    list- og verkmenntagreinum,
    b.    heimilisfræðum,
    c.    íþróttum?
2.    Í hvaða fræðsluumdæmum hafa slíkir kennarar verið ráðnir?
3.    Í hve mörg ár hefur ráðning slíkra kennara verið notuð til að leysa kennaravanda fámennra skóla í fyrrnefndum námsgreinum?



Skriflegt svar óskast.