Ferill 162. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 162 . mál.


Sþ.

175. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um sýsluvegi.

Frá Eggert Haukdal.



1.     Ber ekki ríkissjóði að greiða hlut sveitarfélaga til sýsluvega þegar lög um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga taka gildi um næstu áramót?
2.     Tekur sú mikla skerðing, sem áætluð er á framlögum til vegamála samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, miðað við samþykkta vegáætlun frá sl. vori, einnig til sýsluvega eða halda þeir sínum hlut?
3.     Hvers er þá að vænta um framlög ríkissjóðs til sýsluvega á næsta ári miðað við eðlilega framkvæmd laganna um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga?



Skriflegt svar óskast.