Ferill 172. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 172 . mál.


Sþ.

195. Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um lánveitingar Fiskveiðasjóðs til nýsmíða fiskiskipa erlendis.

Frá Guðmundi Ágústssyni.



1.    Til kaupa á hve mörgum fiskiskipum og bátum hefur Fiskveiðasjóður lánað, og hvaða upphæð í hverju tilfelli, vegna nýsmíða erlendis á árunum 1987, 1988 og það sem af er árinu 1989?
2.    Hve oft hefur Fiskveiðasjóður orðið að veita viðbótarlán eða hafna slíkum lánsbeiðnum vegna verðhækkana á smíðatíma þessara skipa og báta?
3.    Hve háar voru þær viðbætur sem veittar voru eða hafnað var í krónutölu og að hundraðshluta miðað við upphaflegt samningsverð í hverju tilfelli?
4.    Hve oft hefur Fiskveiðasjóður lánað eða hafnað láni vegna lagfæringa eða frekari úrbóta á nýsmíðuðum fiskiskipum erlendis frá á fyrrgreindu tímabili eftir að þau komu til landsins?
5.    Hvað voru það háar fjárhæðir í krónutölu í hverju einstöku tilfelli sem sótt var um hjá Fiskveiðasjóði til þessara lagfæringa eða úrbóta á fyrrgreindu tímabili?



Skriflegt svar óskast.