Ferill 217. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 217 . mál.


Sþ.

259. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um niðurstöður milliþinganefndar um húsnæðislánakerfið.

Frá Kristínu Einarsdóttur og Danfríði Skarphéðinsdóttur.



    Hverjar voru niðurstöður milliþinganefndar um húsnæðislánakerfið hvað varðar tekju- og eignarviðmiðun við ákvörðun vaxtabóta?
    Óskað er eftir að birt verði sérálit einstakra nefndarmanna ef einhver eru.

Greinargerð.


    Í fyrirspurnatíma í sameinuðu þingi 7. des. sl. var lögð eftirfarandi fyrirspurn fyrir fjármálaráðherra:
    „Hvers vegna var ekki farið að fyrirmælum meiri hluta fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar um að vísa frumvarpi um vaxtabætur til milliþinganefndar um húsbréfamál með þeim sérstöku tilmælum að taka „til umfjöllunar ákvæði um tekju- og eignarviðmiðun við ákvörðun vaxtabóta“, sbr. nefndarálit á þskj. 1033 á 111. löggjafarþingi?“
    Fjármálaráðherra svaraði því til að ákvæði í nefndaráliti fjárhags- og viðskiptanefndar hefði verið fullnægt og málið tekið fyrir í milliþinganefndinni. Þar sem það var ekki gert á þeim fundum sem fulltrúi Kvennalistans var boðaður á er þessi fyrirspurn komin fram.



Skriflegt svar óskast.