Ferill 194. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 194 . mál.


Ed.

264. Breytingartillögur



við frv. til l. um skuldbreytingar vegna loðdýraræktar.

Frá landbúnaðarnefnd.



1. Við 1. gr. Í stað „280 m.kr.“ í 1. mgr. komi: 300 m.kr.
2. Við 2. gr. Greinin orðist svo:
          Þrátt fyrir ákvæði um tryggingar fyrir lánum o.fl. í lögum nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, er Stofnlánadeild heimilt að fella niður verðtryggingu og vexti, og fresta greiðslu afborgana, af lánum til bænda vegna loðdýrabúra á næstu fimm árum. Þá er Stofnlánadeild heimilt, þegar hagsmunum hennar er betur borgið með þeim hætti, að fella niður hluta höfuðstóls annarra veðskulda loðdýrabænda.