Ferill 228. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 228 . mál.


Sþ.

290. Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um yfirtekin lán Útvegsbankans.

Frá Guðna Ágústssyni.



1.    Hversu hárri fjárhæð nema þær skuldbindingar, þar á meðal lífeyrisskuldbindingar, sem ríkissjóður tók á sig við sölu Útvegsbankans?
2.    Hversu mikið af útistandandi útlánum Útvegsbankans fylgdu ekki með til kaupenda bankans? Hversu mikið af þessum útlánum skiptast eftir meðfylgjandi flokkun og hversu há er fjárhæðin í hverjum flokki fyrir sig:
    a.    sjávarútvegur,
    b.    verslun,
    c.    skipafélög,
    d.    iðnrekstur,
    e.    flugfélög,
    f.    þjónusta hvers konar önnur en að framan greinir?
         Þess er farið á leit að innan hvers flokks verði greint frá framreiknaðri upphæð skulda og áfallins kostnaðar þriggja stærstu skuldara, hvers um sig.
3.    Hvert er álit skilanefndar Útvegsbankans á raunvirði þeirra útlána Útvegsbankans er ekki fylgdu með í sölu ríkisins á bankanum og féllu til ríkissjóðs?
4.    Hver er kostnaður orðinn við starf skilanefndar Útvegsbankans?



Skriflegt svar óskast.