Ferill 230. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 230 . mál.


Sþ.

303. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um eignir og skuldir ríkisins í Seðlabanka Íslands.

Frá Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni.



1.    Hvað eiga ríkið og stofnanir þess og sjóðir mikið fé á innlánsreikningum í Seðlabanka Íslands samtals?
2.    Hvað fær ríkið mikla vexti af þeim peningum og hve háir eru vextir (meðalvextir)?
3.    Hvað skulda ríkið og stofnanir þess og sjóðir mikla peninga í Seðlabanka Íslands samtals?
4.    Hvað borgar ríkið mikla vexti af þeim peningum og hve háir eru vextirnir (meðalvextir)?



Skriflegt svar óskast.