Ferill 15. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 15 . mál.


Sþ.

543. Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Danfríðar Skarphéðinsdóttur um kennara og leiðbeinendur í grunnskólum og framhaldsskólum.

1.      Hvert er hlutfallið milli grunnskólakennara og leiðbeinenda í fræðsluumdæmum landsins miðað við fullt stöðugildi annars vegar og fjölda kennara hins vegar?

    Svar:

              Tala starfsmanna          Stöðugildi

    Reykjavík:     
    Grunnskólakennarar    905    764,34    96,99%
    Leiðbeinendur         38    23,763,01%

     Reykjanesumdæmi:     
    Grunnskólakennarar    658    553,45    89,39%
    Leiðbeinendur         92    65,6910,61%

     Vesturlandsumdæmi:
    Grunnskólakennarar    179    152,41    75,11%
    Leiðbeinendur         68    50,5124,89%

     Vestfjarðaumdæmi:
    Grunnskólakennarar    98    68,76    49,56%
    Leiðbeinendur         92    69,9950,44%

     Norðurlandsumdæmi vestra:
    Grunnskólakennarar    116    103,57    69,62%
    Leiðbeinendur         77    45,1930,38%

     Norðurlandsumdæmi eystra:
    Grunnskólakennarar    298    249,00    78,08%
    Leiðbeinendur         114    69,9021,92%

     Austurlandsumdæmi:
    Grunnskólakennarar    137    113,02    63,28%
    Leiðbeinendur         98    65,5836,72%

     Suðurlandsumdæmi:
    Grunnskólakennarar    261    212,79    81,70%
    Leiðbeinendur         89    47,6618,30%

     Landið allt:
    Grunnskólakennarar    2652    2187,34    83,30%
    Leiðbeinendur         668    438,2816,70%

    Grunnskólakennarar og leiðbeinendur við héraðsskóla eru ekki taldir með í þessu yfirliti.
    Stöðugildi eru fundin þannig að deilt er í samanlagðar kennslustundir með 29 sem er kennsluskylda grunnskólakennara og leiðbeinenda í fullu starfi.

2.      Hvert er hlutfallið milli framhaldsskólakennara og leiðbeinenda í fræðsluumdæmum landsins miðað við fullt stöðugildi annars vegar og fjölda kennara hins vegar?

    Svar:

             
Tala starfsmanna      Stöðugildi

    Reykjavík:     
    Framhaldsskólakennarar     399    490,70    69,50%
    Leiðbeinendur         265    215,8030,50%

     Reykjanesumdæmi:     
    Framhaldsskólakennarar    104    123,00    63,50%
    Leiðbeinendur         92    70,7036,50%

     Vesturlandsumdæmi:
    Framhaldsskólakennarar    21    25,70    53,20%
    Leiðbeinendur         27    22,6046,80%

     Vestfjarðaumdæmi:
    Framhaldsskólakennarar    7    7,00    26,60%
    Leiðbeinendur         23    19,3073,40%

     Norðurlandsumdæmi vestra:
    Framhaldsskólakennarar    8    11,00    47,20%
    Leiðbeinendur         16    13,3052,80%

     Norðurlandsumdæmi eystra:
    Framhaldsskólakennarar    78    90,00    60,90%
    Leiðbeinendur         78    57,7039,10%

     Austurlandsumdæmi:
    Framhaldsskólakennarar    11    11,70    37,10%
    Leiðbeinendur         18    19,8062,90%

     Suðurlandsumdæmi:
    Framhaldsskólakennarar    42    50,70    51,50%
    Leiðbeinendur         59    47,8048,50%

     Landið allt:
    Framhaldsskólakennarar    670    809,80    63,40%
    Leiðbeinendur         578    467,0036,60%

     Athugasemdir.
    Í töflu þessari eru tónlistarskólarnir ekki teknir með vegna sérstöðu þeirra innan skólakerfisins. Enn fremur er bændaskólum sleppt og skólum sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið.

3.     Hve margir leiðbeinendur á hvoru skólastigi fyrir sig starfa við stundakennslu?

    Svar:
    Samtals starfa 668 leiðbeinendur við grunnskóla landsins, þar af eru nálægt 60 settir til eins árs en aðrir ráðnir af viðkomandi skólastjórum með heimild frá undanþágunefnd eða ráðherra. Af þessum 668 leiðbeinendum eru 126 í minna en 30% starfi.
    Samtals starfa 578 leiðbeinendur við framhaldsskóla landsins, þar af eru 98 settir til eins árs en aðrir ráðnir af viðkomandi skólastjórum með heimild frá undanþágunefnd eða ráðherra. Af þessum 578 leiðbeinendum eru 132 í minni en 30% starfi.