Ferill 306. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 306 . mál.


Sþ.

547. Fyrirspurn



til forsætisráðherra um aðkeypta sérfræðiþjónustu á vegum ríkisstjórnarinnar.

Frá Friðriki Sophussyni.



1.     Hve hárri fjárhæð var varið til aðkeyptrar sérfræðiþjónustu á árinu 1989 af fjárlagalið ríkisstjórnarinnar og/eða forsætisráðuneytinu?
2.     Hvaða aðilum var greitt á árinu 1989 fyrir sérfræðiþjónustu, sbr. 1. tölul.?
3.     Hversu mörg sérfræðiálit eða greinargerðir var greitt fyrir, sbr. 1. tölul.? Upplýst sé enn fremur hvaða viðfangsefni var fjallað um í álitunum eða greinargerðunum.
4.     Hvert er álit forsætisráðherra á mikilvægi einstakra álitsgerða?



Skriflegt svar óskast.