Ferill 309. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 309 . mál.


Sþ.

551. Fyrirspurn



til forsætisráðherra um alþjóðlega ráðstefnu um verndun hafsins.

Frá Friðriki Sophussyni.



    Verður haldin hér á landi alþjóðleg ráðstefna um verndun hafsins á þessu ári, sbr. þingsályktun frá 18. mars 1987?

Greinargerð.


    Hinn 18. mars 1987 samþykkti Alþingi tillögu sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Gunnar G. Schram, Pétur Sigurðsson og Eyjólfur Konráð Jónsson, fluttu um að ríkisstjórninni yrði falið að vinna að því að efnt yrði til ráðstefnu hér á landi um varnir gegn mengun Norðaustur-Atlantshafsins. Í skriflegu svari sínu á sl. þingi um þetta mál sagðist forsætisráðherra hafa í ríkisstjórn rætt um að haldin verði hér á landi alþjóðleg ráðstefna um verndun hafsins, helst á árinu 1990.



Skriflegt svar óskast.