Ferill 358. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 358 . mál.


Sþ.

615. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um lán Byggingarsjóðs ríkisins.

Frá Hreggviði Jónssyni.



1.     Hve mörgum umsóknum um lán úr Byggingarsjóði ríkisins er enn ósvarað hvað lánshæfi þeirra varðar?
2.     Hve lengi hafa þessar umsóknir legið fyrir? Svar óskast sundurgreint eftir fjölda slíkra umsókna og tíma í mánuðum talið.
3.     Hve margar umsóknir eru nú taldar lánshæfar en hafa ekki enn verið afgreiddar sem lánsloforð? Svar óskast sundurgreint eins og í 2. lið.
4.     Hve mörg lánsloforð hafa nú verið send út (en lán ekki komið til útborgunar)? Svar óskast tilgreint eins og í 2. lið.
5.     Hve háar fjárhæðir eru áætlaðar í þessar lánsumsóknir, sundurgreint eftir þessum þremur flokkum: ósvarað, lánshæfar og lánsloforð útgefin?
6.     Hvenær má vænta útborgunar þessara lána, eftir tímabilum í mánuðum talið?



Skriflegt svar óskast.