Ferill 364. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 364 . mál.


Sþ.

625. Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um breytingar á stærð fiskiskipaflotans 1984–1989.

Frá Skúla Alexanderssyni.



1.    Hver hefur orðið breyting á stærð fiskiskipaflota Íslendinga frá 1. jan. 1984 til 31. des. 1989 í rúmlestum og fjölda, sundurliðað á eftirfarandi hátt:
     a.    smábátar að 10 rúmlestum,
     b.    bátar 10–40 rúmlestir,
     c.    bátar 41–100 rúmlestir,
     d.    bátar 101–200 rúmlestir,
     e.    bátar 201 rúmlest og stærri, aðrir en loðnubátar,
     f.    loðnuskip,
     g.    togarar, aðrir en verksmiðjutogarar,
     h.    verksmiðjutogarar?
    Upplýsingarnar verði sundurliðaðar eftir árum og einnig samtals í lok tímabils.
2.    Hver verður, á sama hátt, breyting á stærð fiskiskipaflotans við komu þeirra skipa sem eru í smíðum erlendis, sbr. þskj. 537 á yfirstandandi þingi?



Skriflegt svar óskast.