Ferill 367. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 367 . mál.


Sþ.

628. Fyrirspurn



til forsætisráðherra um húsameistara ríkisins.

Frá Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni.



1.     Hvaða reglur gilda um viðskipti opinberra stofnana og fyrirtækja við húsameistara ríkisins?
2.     Hvaða opinberar stofnanir og fyrirtæki hafa samkvæmt þeim reglum heimild til að kaupa beint þjónustu húsameistara ríkisins?
3.     Hvaða forsvarsmenn þessara stofnana og fyrirtækja hafa heimild til að skuldbinda þau fjárhagslega á þann hátt?
4.     Hvaða opinberar stofnanir og fyrirtæki eða aðrir aðilar á vegum ríkisins, hverju nafni sem nefnast, keyptu þjónustu af húsameistara ríkisins árin 1987, 1988 og 1989 og fyrir hve háa fjárhæð hver aðili í hvert sinn?
5.     Hafa einstaklingar og fyrirtæki þeirra eða félög, sveitarfélög og stofnanir þeirra og fyrirtæki eða aðrir aðilar, sem ekki eru á ábyrgð ríkissjóðs, keypt þjónustu af húsameistara ríkisins? Ef svo er hvað námu þau viðskipti háum fjárhæðum árin 1987, 1988 og 1989?
6.     Er opinberum stofnunum og fyrirtækjum eða öðrum aðilum á vegum ríkisins heimilt að kaupa á frjálsum markaði þá þjónustu sem húsameistari ríkisins býður?



Skriflegt svar óskast.