Ferill 389. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 389 . mál.


Sþ.

683. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um frest skattstjóra til að úrskurða kærur.

Frá Guðmundi Ágústssyni.



1.    Hefur orðið misbrestur á framkvæmd ákvæða 1. mgr. 99. gr. laga nr. 75/1981 um að skattstjórar úrskurði kærur innan tveggja mánaða frá lokum kærufrests?
2.    Hafa skattstjórar einhvern viðbótarfrest sem ekki er getið um í lögunum?
3.    Hversu margar kærur höfðu ekki verið úrskurðaðar um sl. áramót vegna gjaldársins 1989? Voru einhverjar kærur vegna fyrri gjaldára enn óafgreiddar um sl. áramót?
         Sundurliðun óskast eftir skattumdæmum þar sem fjöldi óafgreiddra kæra um sl. áramót er tilgreindur. Jafnframt er óskað eftir því að fram komi sundurliðun eftir gjaldárum og gerð sé grein fyrir því hvort um einstaklinga án rekstrar sé að ræða, einstaklinga með rekstur eða lögaðila.
4.    Komi í ljós misbrestur á framkvæmd laganna að þessu leyti, hvað hyggst fjármálaráðherra þá gera til úrbóta?



Skriflegt svar óskast.