Ferill 358. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 358 . mál.


Sþ.

780. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Hreggviðs Jónssonar um lán Byggingarsjóðs ríkisins.

    1. Fjöldi umsókna sem enn er ósvarað hvað varðar lánsrétt.
    Um mánaðamótin janúar/febrúar 1990 voru um 2.300 umsóknir fyrirliggjandi þar sem lánsréttur hafði ekki verið ákveðinn.

    2. Upplýsingar um dagsetningu umsókna sem er ósvarað.
    Af þessum 2.300 umsóknum bárust tæplega 2.000 á tímabilinu 1. janúar 1989 til 31. janúar 1990. Um 300 umsóknir eru frá fyrri tíð en gögn vegna þessara umsókna hafa ekki borist þrátt fyrir ítrekanir. Ljóst er að stórum hluta þeirra umsókna verður synjað.
    Þessar 2.000 umsóknir, sem bárust frá 1. janúar 1989 til 31. janúar 1990 og eru óafgreiddar, skiptast þannig eftir mánuðum:

     Árið 1989:
    Janúar ..........     
19

    Febrúar .........     
29

    Mars ............     
36

    Apríl ...........     
138

    Maí .............     
186

    Júní ............     
172

    Júlí ............
206
    Ágúst ...........     
244

    September .......
242
    Október .........     
268

    Nóvember ........     
177

    Desember ........     
110

     Árið 1990:
    Janúar ..........     
142

         
——

     Samtals     
2.000


     3. Fjöldi umsókna sem eru lánshæfar en hafa ekki verið afgreiddar.
    Samtals 3.587 umsóknir, sem bárust stofnuninni í neðangreindum mánuðum, hafa ekki verið afgreiddar með lánsloforði:

             
1987
1988     1989
    Janúar .........    
99
    225
    Febrúar ........     
97
    262
    Mars ...........     
90
    199
    Apríl ..........    
87
    161
    Maí ............    
93
    82
    Júní ...........    
102
    75
    Júlí ...........         
289
    38
    Ágúst ..........     
335
    66
    September ......     
265
    37
    Október ........
4
213     40
    Nóvember ......
127
231     51
    Desember .......
127
158     34
             
—-
—-      —-
     Samtals     
258
2.059     1.270

     4. Fjöldi lánsloforða sem send hafa verið umsækjendum en ekki komið til útborgunar.
    Samtals 2.847 umsóknum, sem bárust stofnuninni í neðangreindum mánuðum, hefur verið svarað með lánsloforðum:

             
1987
    1988
    Janúar .........
    326
    Febrúar ........          288
    Mars ...........
35
    274
    Apríl ..........
76
    221
    Maí ...........
84
    231
    Júní ...........
63
    181
    Júlí ...........     
77

    Ágúst ..........
97

    September ......
270

    Október ........
298

    Nóvember .......
145

    Desember .......
181

              
—-
     —-
     Samtals     
1.326
    1.521

     5. Áætluð fjárþörf vegna umsókna sem ósvarað er, umsókna sem svarað hefur verið með tilkynningu um lánsrétt og þeirra sem svarað hefur verið með lánsloforði.

    
Fjöldi umsókna
    Áætluð fjárþörf
    Ósvarað:
2.300
    5 milljarðar kr.
    Lánshæfar:
3.587
    9 milljarðar kr.
    Lánsloforð:
2.847
    7 milljarðar kr.
    
—–
     ——
     Samtals:
8.634
    21 milljarður kr.

     6. Áætlun um lánveitingar.
    Húsnæðismálastjórn hefur nýlega samþykkt að hefja útsendingu lánsloforða til umsækjenda sem eiga íbúðir (víkjandi hópur) og lögðu inn umsóknir á tímabilinu 17. október 1987 til 31. desember 1987. Þessir umsækjendur fá fyrri hluta láns á tímabilinu febrúar til maí 1991 og seinni hluta sex mánuðum síðar. Auk þess verða afgreiddir seinni hlutar á árinu 1991 vegna fyrri hluta sem verða til greiðslu seinni hluta árs 1990. Frekari ákvarðanir um útsendingu lánsloforða á árinu 1991 hafa ekki verið teknar.
    Þegar hafa verið send lánsloforð til þeirra umsækjenda sem eru að eignast sína fyrstu íbúð (forgangshópur) og lögðu inn umsóknir fyrir 1. júlí 1988. Lánsloforð vegna umsókna, sem bárust í júní 1988, eru til greiðslu í október 1990 (fyrri hluti).