Ferill 469. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 469 . mál.


Sþ.

817. Fyrirspurntil forsætisráðherra um skýrslu um atvinnumál kvenna á landsbyggðinni.

Frá Danfríði Skarphéðinsdóttur og Málmfríði Sigurðardóttur.1.     Með hvaða hætti hyggst ríkisstjórnin fylgja eftir skýrslu þeirri um atvinnumál kvenna á landsbyggðinni sem unnin var á vegum félagsmálaráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og landbúnaðarráðuneytis á síðasta ári?
2.     Er ætlunin að gefa skýrsluna út? Ef svo er, hvenær má vænta þess að hún líti dagsins ljós?