Ferill 409. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 409 . mál.


Sþ.

847. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Danfríðar Skarphéðinsdóttur um stöðu jafnréttismála í ráðuneytum Stjórnarráðsins.

    Fyrirspurnin hljóðaði svo:
1.    Hve mörg stöðugildi eru í hverju ráðuneyti fyrir sig? Hvernig skiptast þau á milli starfsheita og hvernig dreifast þau starfsheiti á milli kynjanna?
2.    Hvernig er dreifing starfsfólks ráðuneyta á launaflokka? Svar óskast sundurliðað eftir ráðuneytum og kynjum.
3.    Hversu há fjárhæð var greidd fyrir yfirvinnu starfsfólks í ráðuneytum á síðasta ári? Hvernig skiptist sú fjárhæð milli ráðuneyta? Svar óskast sundurliðað eftir launaflokkum og kynjum.
4.    Hversu margir fatlaðir einstaklingar starfa nú í einstökum ráðuneytum? Hvernig dreifast þeir á launaflokka? Svar óskast sundurliðað eftir kynjum.

1.    Í Stjórnarráðinu eru samtals 452,02 stöðugildi. Í fskj. I sjást stöðugildi og hvernig starfsheiti skiptast milli kynja: 1 merkir karlmenn, 2 konur.
2.    Í fskj. II er greint frá því hvernig fólk raðast í launaflokka eftir ráðuneytum og kynjum.
3.    Á síðasta ári voru greiddar samtals 181.815.650 krónur í yfirvinnu í ráðuneytunum. Yfirvinnan skiptist þannig á ráðuneyti:

    Forsætisráðuneyti ..........................
5.561.138

    Menntamálaráðuneyti ........................
25.514.440

    Utanríkisráðuneyti ........................
17.439.245

    Landbúnaðarráðuneyti .......................
7.258.085

    Sjávarútvegsráðuneyti ......................
7.155.210

    Dóms- og kirkjumálaráðuneyti ...............
8.979.802

    Félagsmálaráðuneyti ........................
6.926.483

    Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti .....
11.301.322

    Fjármálaráðuneyti ..........................
56.761.976

    Samgönguráðuneyti ..........................
3.266.537

    Iðnaðarráðuneyti ...........................
6.706.366

    Viðskiptaráðuneyti .........................
7.294.549

    Hagstofa Íslands ...........................
9.804.360

    Umhverfisráðuneyti .........................
399.632

    Fjárlaga- og hagsýslustofnun ...............
7.446.505


    Í fskj. III er sýnt hvernig karlar og konur taka yfirvinnu eftir launaflokkum.
4.    Ekki er unnt að svara umræddri spurningu þar sem fatlaðir eru ekki sérmerktir í launaskrám. Hins vegar má búast við því að fatlaðir einstaklingar séu við störf í ráðuneytum, en þá taka þeir laun eftir þeim stöðuheitum er þeir hafa á sama hátt og ófatlaðir.


(Texti fylgiskjals er ekki til tölvutækur.)