Ferill 410. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 410 . mál.


Sþ.

849. Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Guðmundar H. Garðarssonar um leyfisveitingar til útflutnings sjávarafurða árið 1989.

1.     Hvernig var leyfisveitingum til útflutnings sjávarafurða árið 1989 háttað?
    1. gr. laga nr. 4 frá 1988, um útflutningsleyfi o.fl., segir svo:
    „Utanríkisráðuneytinu er heimilt að ákveða að ekki megi bjóða, selja né flytja vörur til útlanda nema að fengnu leyfi. Útflutningsleyfi getur ráðuneytið bundið skilyrðum sem nauðsynleg þykja. Útflytjendur eru skyldir að veita ráðuneytinu þær upplýsingar, sem það óskar, um allt er varðar sölu og útflutning vara sem seljast eiga til útlanda.“
    Í reglugerð nr. 27/1988 um útflutningsleyfi o.fl., sem byggð er á ofangreindum lögum, segir svo orðrétt:
    „(1. gr.) Útflutningur er frjáls á vörum í þeim tollflokkum sem taldir eru í 4. gr. þessarar reglugerðar. Útflutningur á vörum í öðrum tollflokkum en þar greinir er háður leyfi utanríkisráðuneytisins. Ráðuneytið getur einnig sett það skilyrði að heimild þess þurfi til að bjóða tilteknar vörur til sölu á erlendum markaði. Ekki þarf leyfi til að senda úr landi sýnishorn sem ætluð eru til kynningar á viðkomandi vöru. Sama gildir um gjafir og póstsendingar að verðmæti innan við 10.000,00 kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt við setningu þessarar reglugerðar.
    (2. gr.) Ráðuneytið getur bundið útflutningsleyfi skilyrðum sem nauðsynleg þykja, þar á meðal um sölukjör, lánskjör, meðferð skjala og fleira.
    (3. gr.) Útflytjendur skulu veita utanríkisráðuneytinu þær upplýsingar sem það kann að óska um útflutning, svo sem um verð, umboðslaun og markaðshorfur.
    Enn fremur getur ráðuneytið krafist þess að fram séu lagðir endanlegir sölureikningar eða önnur gögn yfir vöru sem flutt var út í umboðssölu.
    Starfsmönnum ráðuneytisins, sem veita viðtöku upplýsingum frá útflytjendum samkvæmt þessari grein, er óheimilt að skýra óviðkomandi aðilum frá því sem þar kemur fram og leynt á að fara, sbr. 32. gr. laga nr. 38 14. apríl 1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.“
    Megintilgangur útflutningsleyfakerfisins hefur jafnan verið sá að reyna að tryggja eftirfarandi:
1.    Skil á gjaldeyri fyrir útfluttar vörur til gjaldeyrisbanka, sbr. 4. gr. laga nr. 63 frá 1979.
2.    Að koma í veg fyrir undirboð útflytjenda þegar þess er kostur.
3.    Að sölusamtök geti unnið að sölumálum eins og ráðherra, ríkisstjórn eða Alþingi ákveður á hverjum tíma.
4.    Að gera aðrar þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar þykja á hverjum tíma, til að stuðla að sem bestum árangri við sölu afurðanna.
    Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir þeim starfsreglum sem gilt hafa í sambandi við útgáfu útflutningsleyfa:
    Fylgst er með greiðslu erlendra umboðslauna í hverju tilviki við útgáfu útflutningsleyfa og gerðar athugasemdir eða synjað fari slíkar greiðslur upp fyrir það mark sem talið hefur verið eðlilegt.
    Mismunandi er eftir vörutegundum hversu heimiluð umboðslaun eru há. Upphæð þeirra ákvarðast af því sem tíðkast á mörkuðum viðkomandi landa.
    Þá er fylgst með að greiðsluskilmálar séu með eðlilegum hætti, m.a. vegna afurðalánakerfisins.
    Eftirtaldar sjávarafurðir eru háðar útflutningsleyfum, en öllum útflytjendum er þó heimilt að að flytja þær úr landi og selja á alla markaði: fiskimjöl, fryst rækja, fryst síld, hvalkjöt, fryst loðna, frystur humar, frystur hörpudiskur.
    Útflutningur eftirtalinna sjávarafurða er háður nánar tilteknum takmörkunum:

Skreið.
    Útflutningur á skreið er öllum útflytjendum heimill, en salan er háð viðmiðunarverðum.

Saltfiskur.
    Útflutningur saltfisks hefur um árabil verið eingöngu á vegum SÍF. Á liðnum árum hefur komið fyrir að ráðherra hafi heimilað öðrum útflytjendum útflutning á saltfiski í smáum stíl. Á síðasta ári voru nálega engin slík leyfi veitt og heildarmagn slíks útflutnings innan við eitt tonn.

Freðfiskur.
    Þáverandi viðskiptaráðherra ákvað haustið 1987, þegar útflutningsleyfamálin voru enn á hans vegum, að afnema að verulegu leyti sérstakt leyfi sölusamtaka til sölu á freðfiski til Bandaríkjanna. Aðrir freðfiskmarkaðir eru opnir útflytjendum nema lönd í Austur-Evrópu, en þeir markaðir eru einskorðaðir við SH og SÍS.

Lagmeti.
    Útflutningur á lagmeti er heimill öllum útflytjendum, þó með þeirri undantekningu að útflutningsleyfi til landa í Austur-Evrópu eru eingöngu veitt Sölusamtökum lagmetis.

Hrogn.
    Útflutningur á grásleppuhrognum er heimill öllum útflytjendum, svo og á söltuðum og frystum hrognum. Leyfi til útflutnings grásleppuhrogna eru háð viðmiðunarverðum sem ráðuneytið ákveður í samráði við útflytjendur. Svo hefur einnig verið með sölu og útflutning á söltuðum og frystum hrognum til Evrópulanda sem að verulegu leyti er á vegum SH og SÍS.

Ísfiskur.
    Um árabil hafði LÍÚ með höndum úthlutun heimilda til fiskiskipa til löndunar ísfisks erlendis. Veitti viðskiptaráðuneytið LÍÚ þessa heimild á sínum tíma til að annast þessa úthlutun fyrir sína hönd.
    Viðskiptaskrifstofa utanríkisráðuneytisins sá hins vegar um að úthluta leyfum vegna útflutnings á ísfiski í gámum. Eftirtalin atriði voru höfð til viðmiðunar við þá úthlutun:
a.    Lögð var áhersla á að veita helst öllum umsækjendum einhverja úrlausn vikulega sem þó hefur ekki ávallt tekist þegar ásóknin hefur verið hvað mest.
b.    Tekið var tillit til stærðar veiðiskipa og fjölda á vegum viðkomandi útflytjenda.
c.    Litið var til þess hvaða verkunaraðstöðu útgerðaraðili eða útflytjandi hafði í landi til að koma afla í vinnslu.
d.    Tillit var tekið til forgangs ísfisklandana fiskiskipa sem Landssamband íslenskra útvegsmanna hafði tekið ákvarðanir um og þrengdist svigrúm til fiskútflutnings í gámum sem því nam.
    Umrædd leyfi hljóðuðu á nafn umsækjanda og tilheyrðu skipum sem tilgreind voru í umsókn. Óheimilt var að framselja leyfi. Væri leyfið ekki notað bar að skila því til ráðuneytisins sem úthlutaði því oftast aftur til aðila sem virtust hafa mesta þörf fyrir það.
    Frá 15. mars sl. yfirtók Aflamiðlun allar leyfisveitingar á útflutningi á ísfiski og öðrum útflutningi á ferskum sjávarafurðum.

2.      Hversu margir aðilar fengu útflutningsleyfi á:
        a.     frystum sjávarafurðum,
         b.     söltuðum afurðum,
         c.     fiskimjöli,
         d.     lýsi,
         e.     öðrum sjávarafurðum?


     a. Frystur fiskur ............
66

     b. Saltfiskur ..................
1

     c. Fiskimjöl .................
11

         Loðnumjöl .................
11

     d. Lýsi ......................
9

     e. Ferskur fiskur ............
157

         Hrogn .....................
19

         Humar .....................
15

         Hörpudiskur ...............
9

         Lax .......................
41

         Rækja .....................
31

         Skreið ....................
17

         Annað .....................
21


3.      Hverjir voru helstu leyfishafar? Óskað er sundurliðunar eftir helstu vöruflokkum.
    Ráðuneytið hefur valið þann kost að birta lista um alla leyfishafa, þótt margir þeirra hafi flutt út lítið magn.
     Frystur fiskur:
    Asiaco hf., Baader-þjónustan hf., Bergsplan hf., Erlend viðskipti hf., Eskey hf., Evrópskar sjávarafurðir hf., Evrópuviðskipti hf., Fiskmiðlun Norðurlands, Fisktækni hf., Fiskverkun Magnúsar Björgvinssonar, Fiskverkunin Bás, G. Albertsson hf., G. Ingason Seafood hf., Göltur hf., Hafex hf., Héðinn hf., Hjálmur hf., Hreifi hf., Hvaleyri hf., Hvalur hf., Ísblik hf., Ísdjúp hf., Ísfang hf., Íslandssíld hf., Íslenskur gæðafiskur hf., Íslenskur nýfiskur hf., Íslenska umboðssalan hf., Íslenska
útflutningsmiðstöðin, Íspólar hf., Jón Ásbjörnsson hf., Konráð Hinriksson (Fiskbær), Kristinn Halldórsson, Kristján Ó. Skagfjörð hf., Luna hf., Marbakki hf., Marfang hf., Nasco-Ísröst hf., Nes hf., Nesfiskur hf., Ness hf., Netagerðin Grandaskála, Norðurhaf hf., Pólar-Frost hf., Reyksíld hf., Samband íslenskra samvinnufélaga, Samherji hf., Samstarf hf., Seifur hf., Sigurður Ág. Jensson, markaðsráðgjöf, Sjávarafurðasalan, Sjólastöðin hf., Sjóvík hf., Skanfiskur hf., Skerseyri hf., Stefnir hf., Sverrir Karvelsson, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, Sölusamtök lagmetis, T.P. & Co. hf., Triton hf., Vallia sf., Vinnslutöðin hf., Vogar hf., X-port Ltd.
     Saltaðar afurðir:
    Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda.
     Fiskimjöl:
    Andri hf., Fiskafurðir hf., G. Albertsson hf., Íslensk-skandinavíska verslunarfélagið hf., Lýsi hf. (lifrarmjöl), RC & Co. hf., R. Hannesson hf., Samband íslenskra samvinnufélaga, Svanur hf., T.P. & Co. hf., Þörungaverksmiðjan hf.
     Loðnumjöl:
    Ársel hf., Ewos hf., Bernhard Petersen, Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum, Heildverslunin Hagur hf., Luna hf., Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan hf., Síldarverksmiðjan í Krossanesi, Síldarverksmiðjur ríkisins, Síldarvinnslan hf., Verktækni hf.
     Lýsi:
    Bernhard Petersen, Fiskafurðir hf., G. Albertsson hf., Lýsi hf., R. Hannesson hf., Samstarf hf., Síldarverksmiðjur ríkisins, Síldarvinnslan hf., Svanur hf.
     Ferskur fiskur:
    Andri hf., Arnór Stefánsson, Asiaco hf., Axel Pálsson hf., Álftfirðingur hf., Baldur hf., Bergur-Huginn hf., Bergvík, Björn Ólafsson, Borgey hf., Búðarnes hf., Búlandstindur hf., Byr hf., Djúpfiskur hf., Drífa hf., Einar Guðfinnsson, Eir hf., Emma hf., Erlend viðskipti hf., Eskey hf., Evrópskar sjávarafurðir hf., Evrópuviðskipti hf., Faxeyri hf., Fáfnir hf., Ferskfiskur hf., Fiskiðja Sauðárkróks, Fiskiver hf., Fiskmat Grindavíkur, Fiskmiðlun Norðurlands, Fisktækni hf., Fiskur hf., Fiskverkunin Assa hf., Fiskverkunin Bás, Fiskvinnsla Aðalsteins Sæmundssonar, Fiskvinnsla Valdimars Elíassonar, Flugfiskur hf., Frosti hf., Færabakur hf., Gámar hf., Gámavinir sf., G. Ingason Seafood hf., Gísli Sigmarsson, Grandi hf., Greipur hf., Guðmundur Á.
Hólmgeirsson, Guðmundur Runólfsson, Gunnar I. Hafsteinsson, Gunnar Ólafsson, Vestmannaeyjum, Gunnar Ólafsson, Reykjavík, Gunnvör hf., Göltur hf., Hafnarbakki hf., Hafsboði hf., Haförninn hf., Hagfiskur, Haraldur Böðvarsson & Co. hf., Heimaskagi hf., Helganes hf., Héðinn hf., Hinrik Kristjánsson, Hlaðsvík hf., Hraðfrystihús Breiðdælinga, Hraðfrystihús Eskifjarðar, Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar, Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar, Hreifi hf., Hrellir hf., Hrönn hf., Huginn, VE 55, Höfði hf., IBV, Innkaupadeild LÍÚ, Ísblik hf., Ísfang hf., Íshugbúnaður sf., Íslandssíld hf., Íslenska umboðssalan, Íslenska útflutningsmiðstöðin hf., Íslenskt lindarvatn, Íslenskur gæðafiskur, Íslenskur nýfiskur, Ívar hf., Jakob Arnar Sverrisson, Jón Ásbjörnsson, Katrín, VE 47, Kaupfélag Önfirðinga, Kleifar hf./Sæhamar hf., Konráð Hinriksson, Kristinn Halldórsson, Luna hf., MARK hf., Marva hf., Miðfell hf., Miðnes hf., Nasco-Ísröst hf., Nes hf., Nesfiskur hf., Ness hf., Netagerðin Grandaskála, Neysluvörur hf., Niðursuðuverksmiðjan hf., Njáll hf., Njörður hf., Norðurhaf, Norðurslóð, Norðurtangi hf., Norðurvör, Óskar Þórarinsson, Pólarsíld, RC & Co. hf., Rækjuvinnslan hf., Samband íslenskra samvinnufélaga, Samherji hf., Samstarf hf., Samtog hf., Seifur hf., Sigurborg hf., Sigurður Ág. Jensson, markaðsráðgjöf, Sigurfari, VE, Síldarvinnslan hf., Sjávarafurðasalan hf., Sjólastöðin, Sjóli hf., Skanfiskur hf., Skerseyri hf., Skipaafgreiðsla Sigurðar Þorgeirssonar, Skipaafgreiðsla Vestmannaeyja, Skipaþjónusta Suðurlands sf., Smári hf., Sólborg hf., Stakkholt hf., Stálskip hf., Stefnir hf., Stígandi hf., Sunnutindur, Svanur hf., Sædór hf., Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sölusamband Vestfjarða, Sölusamtök lagmetis, Toppfiskur, Triton hf., Tros sf., Útgerðarfélag Flateyrar, Útgerðarfélag Skagfirðinga, Útgerðarfélagið Barðinn, Útgerðarfélagið Drífa, Valbjörn hf., Vallia hf., Vinnslustöðin hf., Vísir hf., Vogar hf., Völusteinn hf., Þormóður rammi hf., Þorsteinn hf., X-port hf.
     Hrogn:
    Bakkavör hf., Bernhard Petersen, Erlend viðskipti hf., Fiskeldi Grindavíkur, Guðmundur G. Halldórsson, Ísdjúp hf., Íslenska umboðssalan hf., Jón Ásbjörnsson hf., Landssamband smábátaeigenda, Marbakki hf., Marfang hf., Norðurhaf hf., Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sölusamtök íslenskra fiskframleiðenda, Triton hf., Úlfljótur Gíslason, Útver hf., Vinnslustöðin hf.
     Humar:
    Fisktækni hf., G. Ingason Seafood hf., Göltur hf., Íslenska umboðssalan hf., Íslenskur skelfiskur hf., Íspólar hf., Marbakki hf.,
Nasco-Ísröst hf., Norðurhaf hf., Norðurvör hf., Samband íslenskra samvinnufélaga, Silfurlax hf., Smári hf., Stefnir hf., Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
     Hörpudiskur:
    G. Ingason Seafood hf., Hafex hf., Íslenska útflutningsmiðstöðin, Marbakki hf., Marfang hf., Neysluvörur hf., Samband íslenskra samvinnufélaga, Sigurjón Helgason hf., Sjávarafurðasalan hf.
     Lax:
    Arctic hf., Djúpfiskur hf., Eðalfiskur, Eyþór Ólafsson, Fiskeldi Grindavíkur, Fiskmiðlun Norðurlands hf., Fisktækni hf., Frostform hf., Guðni Björnsson Co., Haflax sf., Hreifi hf., Ísno hf., Ísfang hf., Ísfax hf., Íslandslax hf., Íslensk matvæli hf., Íslensk-skandinavíska verslunarfélagið hf., Íslenskur nýfiskur hf., Ísþór hf., Laxeldisstöð ríkisins, Lindalax hf., Lýður Björnsson, Marbakki hf., Mart sf., Mikillax hf., Neysluvörur hf., Norðurhaf hf., Norðurvör hf., Reyksíld hf., Samband íslenskra samvinnufélaga, Samstarf hf., Sigurður Ág. Jensson, markaðsráðgjöf, Silfurlax hf., Smári hf., Stefnir hf., Steinaco hf., Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sölusamband Vestfjarða hf., Sölusamtök íslenskra fiskframleiðenda, Triton hf., Vogalax hf.
     Rækja:
    Andri hf., Asiaco hf., Fiskiðjan Arctic hf., Gísli Jóhannesson, Hafex hf., Hafey hf., Ísblik hf., Íslandssíld hf., Íslensk matvæli hf., Íslenska umboðssalan hf., Íslenska útflutningsmiðstöðin hf., Íspólar hf., Kristján Ó. Skagfjörð hf., Marbakki hf., Marfang hf., Nes hf., Neysluvörur hf., Norðurhaf hf., Oddeyri hf., Pétur Stefánsson, R. Hannesson hf., Reyksíld hf., Rær hf., Samband íslenskra samvinnufélaga, Samherji hf., Seifur hf., Stefnir hf., Sævörur hf., Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Triton hf., Útgerð Jóns Finnssonar.
     Skreið:
    Aðalbjörg sf., Björn Úlfljótsson, Bragi Eiríksson, Erlend viðskipti hf., Fiskafurðir hf., Fiskmiðlun Norðurlands, G. Albertsson hf., Íslenska umboðssalan hf., Íslenskur nýfiskur, Kinn hf., Luna hf., Pétur S. Jóhannsson, Samband íslenskra samvinnufélaga, Sameinaðir framleiðendur, Samlag skreiðarframleiðenda, Sölusamtök íslenskra fiskframleiðenda, Vestfirska harðfisksalan hf.