Ferill 505. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 505 . mál.


Sþ.

885. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um tóbakssölu.

Frá Inga Birni Albertssyni.



1.    Hver var nettóhagnaður af tóbakssölu árin 1987, 1988 og 1989, sundurliðað á eftirfarandi hátt:
    a.    af vindlingum,
    b.    af vindlum,
    c.    af reyktóbaki,
    d.    af neftóbaki?
2.    Hver var brúttóhagnaður af tóbakssölu árin 1987, 1988 og 1989, sundurliðað á eftirfarandi hátt:
    a.    af vindlingum,
    b.    af vindlum,
    c.    af reyktóbaki,
    d.    af neftóbaki?
3.    Hver var brúttósala af tóbaki fyrir sama tímabil, sundurliðað á sama hátt?
4.    Hver var sundurliðaður rekstrarkostnaður tóbaksdeildar ÁTVR árin 1987, 1988 og 1989? Fram komi m.a. fjármagnskostnaður, dreifingarkostnaður, sölukostnaður, launakostnaður og húsnæðiskostnaður.
5.    Hver voru tóbaksvörukaup ÁTVR og frá hvaða framleiðanda og íslenskum umboðsaðila árin 1987, 1988 og 1989?



Skriflegt svar óskast.