Ferill 505. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 505 . mál.


Sþ.

973. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Inga Björns Albertssonar um tóbakssölu.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
1.    Hver var nettóhagnaður af tóbakssölu árin 1987, 1988 og 1989, sundurliðað á eftirfarandi hátt:
    a.     af vindlingum,
    b.     af vindlum,
    c.     af reyktóbaki,
    d.     af neftóbaki?
Hver var brúttóhagnaður af tóbakssölu árin 1987, 1988 og 1989, sundurliðað á eftirfarandi hátt:
    a.     af vindlingum,
    b.     af vindlum,
    c.     af reyktóbaki,
    d.     af neftóbaki?
3.    Hver var brúttósala af tóbaki fyrir sama tímabil, sundurliðað á sama hátt?
4.    Hver var sundurliðaður rekstrarkostnaður tóbaksdeildar ÁTVR árin 1987, 1988 og 1989? Fram komi m.a. fjármagnskostnaður, dreifingarkostnaður, sölukostnaður, launakostnaður og húsnæðiskostnaður.
5.    Hver voru tóbaksvörukaup ÁTVR og frá hvaða framleiðanda og íslenskum umboðsaðila árin 1987, 1988 og 1989?

    Ráðuneytið óskaði eftir því að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tæki saman umbeðnar upplýsingar. Með svari þessu er bréf Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, dags. 20. apríl 1990, þar sem umbeðin svör eru látin í té eftir því sem unnt er:

1. Nettóhagnaður af tóbakssölu:

    Árið 1987 ........         1.274.943.368
    Árið 1988 ........         1.526.671.912
    Árið 1989 ........         1.840.222.727

    Ekki liggur fyrir nettóhagnaður af einstökum tegundum. Skrifstofukostnaði og kostnaði við útsölur ÁTVR er ekki skipt á deildir.

2. Brúttóhagnaður af tóbakssölu (sala - vörukaup):

    Árið 1987 ........         1.291.923.938
    Árið 1988 ........         1.546.466.535
    Árið 1989 ........         1.862.646.426

    Ekki liggur fyrir brúttóhagnaður af einstökum tegundum.

3. Brúttósala (söluskattur og afsláttur innifaldir):

    Árið 1987 ........         2.476.502.364
    Árið 1988 ........         2.996.328.592
    Árið 1989 ........         3.580.511.640

    Ekki liggur fyrir brúttósala einstakra tegunda.

4. Sundurliðaður rekstrarkostnaður tóbaksdeildar ÁTVR:

                   1987    1988    1989
    Launakostnaður .........     8.451.261    10.360.224    12.077.384
    Húsnæðiskostnaður ......     2.411.529    3.100.713    3.403.686
    Dreifingarkostnaður ....     4.512.191    4.052.155    4.305.022
    Annar kostnaður ........     1.605.589    2.281.531    2.637.607
                   —–     —–     —–
                  16.980.570    19.794.623    22.423.699

    Skrifstofukostnaði og kostnaði við útsölur ÁTVR er ekki skipt á deildir.

5. Tóbaksvörukaup ÁTVR (tollar, aðflutningsgjöld innifalin):

    Árið 1987 ........         558.740.501
    Árið 1988 ........         682.713.706
    Árið 1989 ........         834.790.968

    Ekki hefur unnist tími til að sundurliða frá hvaða framleiðanda tóbaksvörukaup eru.
    Hér með fylgja listar yfir tóbakssölu árin 1987, 1988 og 1989. Á lista fyrir árið 1987 koma fram nöfn framleiðanda.
    Öll tóbaksvörukaup eru beint frá framleiðendum.

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins,


Þór Oddgeirsson.





(Tafla, ekki til tölvutæk.)