Ferill 124. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 124 . mál.


Sþ.

1199. Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar um Hafskipsmál.

1.     Hver er nú heildarkostnaður ríkisins af svokölluðu Hafskipsmáli?
    Vegna þessa fyrirspurnarliðar skal tekið fram að annar kostnaður en embættiskostnaður sérstaks ríkissaksóknara í Hafskipsmálinu er ekki sérgreindur í ríkisbókhaldi, en ljóst er þó að kostnaður þessi er verulegur. Þar má telja kostnað við lögreglurannsókn, vinnu innan ríkissaksóknaraembættis, fjölföldun skjala og réttargæslulaun.

2.     Þann 6. ágúst 1987 tók sérstakur saksóknari við málinu og óskast kostnaður frá þeim degi sundurliðaður sérstaklega sem hér segir:
        a.     Allur almennur skrifstofukostnaður og annar kostnaður,
        b.     laun sérstaks saksóknara,
        c.     laun löglærðra aðstoðarmanna.

    Embættiskostnaður sérstaks ríkissaksóknara í Hafskipsmálinu er frá 6. ágúst 1987 til loka ársins 1989 9.073.116 kr.
    a. Almennur skrifstofukostnaður og annar kostnaður er fyrir sama tímabil 2.743.212 kr.
    b. og c. Laun sérstaks saksóknara og tveggja löglærðra aðstoðarmanna hans eru fyrir sama tímabil frá 6. ágúst til 31. desember 1989 samtals 6.329.904 kr.