Ferill 546. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 546 . mál.


Ed.

1201. Nefndarálit



um frv. til l. um flokkun og mat á gærum og ull.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund um málið Hauk Halldórsson og Gísla Karlsson frá Stéttarsambandi bænda.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Við 3. gr. Á eftir fyrri málslið síðari málsgreinar komi nýr málsliður svohljóðandi: Kaupanda er þó heimilt að meta ullina hjá framleiðanda.

    Karvel Pálmason var fjarverandi afgreiðslu málsins.

Alþingi, 3. maí 1990.



Skúli Alexandersson,


form., frsm.


Egill Jónsson,


fundaskr.


Danfríður Skarphéðinsdóttir.


Jón Helgason.


Valgerður Sverrisdóttir.


Þorv. Garðar Kristjánsson.