Ferill 131. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 131 . mál.


Sþ.

135. Skýrsla



um fund Evrópuráðsins og fulltrúa þeirra ríkja sem staðfest hafa Helsinki - sáttmálann frá 1975 um öryggismál og samvinnu í Evrópu (RÖSE).

Frá íslensku þingmannanefndinni í Evrópuráðinu.



    Dagana 26. og 27. sept. sl. fóru fram umræður á fundi á vegum Evrópuráðsins um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE). Þátttakendur á fundinum voru þingmenn frá þeim ríkjum sem staðfest höfðu RÖSE - sáttmálann í Helsinki árið 1975.
    Fundurinn var haldinn vegna tillagna, sem fram hafa komið, um þörf á því að koma á fót þingmannasamkundu RÖSE.
    Umræður voru alllangar og yfirgripsmiklar, en mjög gagnlegar, og í lok fundarins var einróma samþykkt ályktun sem hér fylgir í íslenskri þýðingu.
    Forseti Evrópuráðsins, Anders Björck, sendi íslensku nefndinni ályktunina, eins og hún var endanlega samþykkt, með sérstakri ósk um að hún yrði rækilega kynnt alþingismönnum.


Ályktun þingmannafundar RÖSE - ríkja


um öryggi og samvinnu í Evrópu.



Ályktun

.

     Sendinefndir þingmanna frá ríkjunum, sem undirrituðu Helsinki - sáttmálann, þátttakendur í fyrstu almennu þingmannaumræðunni um RÖSE - ferlið (ráðstefnuna um öryggismál og samvinnu í Evrópu), ítreka stuðning sinn við frið, öryggi og réttlæti, svo og þróun vinsamlegra samskipta og samvinnu, og láta í ljós þakklæti sitt fyrir eftirfarandi:
         
    
     Framsýni þjóðhöfðingja og ríkisstjórna í Evrópu og Norður - Ameríku sem undirrituðu sáttmála Helsinki - ráðstefnunnar 1. ágúst 1975 og sýndu skilning á nauðsynlegum tengslum milli öryggis annars vegar og samvinnu á sviði efnahags-, mannúðar - og umhverfismála hins vegar.
         
    
     Árangur Helsinki - ráðstefnunnar í að styrkja og þróa framkvæmd öryggis - og samvinnusáttmála Evrópu.
         
    
     Hugrekki þjóða Mið - og Austur - Evrópu sem hafa á áhrifamikinn en yfirleitt friðsaman hátt gert meginreglur og hugsjónir sáttmála Helsinki - ráðstefnunnar að raunveruleika, svo og síðari samþykktir hinna þrjátíu og fimm þátttökuríkja RÖSE.
     Sendinefndir þátttökuríkjanna ítreka sérstaka ábyrgð aðildarríkja RÖSE, þar sem íbúarnir njóta þegar frelsis og velmegunar sem ekki á sinn líka í mannkynssögunni, á að aðstoða við að styrkja nýtilkomnar lýðræðislegar stofnanir og markaðsbúskap. Einnig leggja þær áherslu á þörfina fyrir samstöðu um víða veröld sem kemur greinilega fram í sáttmálanum og felur eftirfarandi í sér:
     þátt um öryggi og samvinnu við Miðjarðarhaf og
     skírskotun til ábyrgðar gagnvart þróunarlöndum heims.
     Sendinefndir þátttökuríkjanna fagna lokum árangurslausra og skaðlegra árekstra tveggja hugmyndakerfa, ekki síst vegna þess að nýir möguleikar skapast þá til að bregðast við ofbeldisaðgerðum með skjótum og ákveðnum hætti með því að þróa sameiginlegt evrópskt öryggiskerfi og, þegar unnt er, að veita fjármagn til að verjast mengun og umhverfisvanda.
     Þær eru sammála um að væntanlegur leiðtogafundur aðildarríkja RÖSE í París 19. 21. nóvember 1990 geti markað söguleg spor, sem eigi engan sinn líka allt frá því að Vínarráðstefnan var haldin árið 1815, enda er fundurinn boðaður til að staðfesta samninga um sameiningu Þýskalands og verulega minnkun hefðbundins herafla í Evrópu, svo og að taka ákvörðun um stofnun til að annast framkvæmd sáttmálans um öryggi og samvinnu í Evrópu.
     Í þessu sambandi skora sendinefndir þátttökuríkjanna á utanríkisráðherrana þrjátíu og fimm, sem funda í New York 1. og 2. nóvember 1990, og undirbúningsnefnd leiðtogafundarins, sem kemur saman í Vín, að tryggja að leiðtogafundurinn í París geri eftirfarandi:
         
    
     Taki fullkomið tillit til möguleika núverandi Evrópu - og Atlantshafsstofnana, svo og viðeigandi svæðabandalaga Sameinuðu þjóðanna.
         
    
     Myndi nýjar stofnanir aðeins þar sem nauðsynlegt er, t.d. á sviði lausnar deilumála.
         
    
     Gangi út frá samfelldri þátttöku þingmanna í RÖSE - ferlinu með stofnun þings Evrópu á grundvelli þings Evrópuráðsins. Þing Evrópu mundi vera tengiliður ríkisstjórna RÖSE - ríkja og hvers konar milliríkjastofnana sem settar kynnu að verða á fót á þeirra vegum.